Ég hef aðeins verið að velta fyrir mér nokkrum hlutum varðandi kjarnavopn, kjarnorku og auðgun úrans,, málið er að nú hafa norður Kóruemenn viðurkennt að vera að auðga úraníum sem getur nýst til framleiðslu kjarnavopna, (þeir reyndar segjast vera að nota það til að framleiða orku), og hvað gerist í framhaldinu? Jú, Bandaríkjamenn fara upp á afturlappirnar, alveg óðir og telja að það sé algjört brjálæði að norður Kórea geti framleitt kjarnavopn, og þetta segir þjóð sem er talin eiga yfir 60.000 kjarnavopn? ????

Ég eiginlega skil ekki hvað evrópulönd, arabalöndin og asía láta þennan yfirgang Bandaríkjamanna ganga lengi? og að árið 2005 skuli vera bandarísk HERSTÖÐ á Íslandi ? algjörlega óskiljanlegt, þessi herstöð hérna gegnir nákvæmlega ENGUM tilgangi, þ.e. fyrir okkur íslendinga, “varnir landsins”.. bull og kjaftæði, hvað gerðist þegar heill floti af rússneskum herskipum var hérna fyrir austan land í sumar? jú, Norðmenn komu og tékkuðu á þessu… hvað gerðu bandaríkjamenn? ekkert,, þvílíkar varnir !!!.. ef rússar hefðu ætlað að “hertaka” ísland þá væri töluð rússneska á austurlandi í dag,

ég er ansi hræddur um að sá tími fari að koma að einhver segi “hingað og ekki lengra”,, þá er ég að meina þjóð sem hefur herafla í að standa í hárinu á bandaríkjamönnum, (jú, þessar þjóðir eru sko til) og þá má búast við að eitthvað slæmt gerist,, hvað haldið þið t.d. að myndi gerast ef asía og evrópa færu að beita bandaríkjamönnum viðskiptaþvingunum? (hæpið að það gerist en pælið samt í því)..

það bara virðist vera að meginland evrópu er orðið svo rótgróið og vanafast að það virðist þurfa eitthvað stórkostlegt til að vekja þetta lið af þessum langa þyrnirósarblundi, en það hlýtur að fara að koma að því…