Listi yfir hluti í samfélaginu sem ætti að breita! v1.0 Þetta er ekki tæmandi listi!

1. [Ritskoðað, með samþykki notenda, ef þú ert að lesa þetta]

2. Strax í dag ættum við að leggja af stað og veiða alla hvali sem við sjáum. Hvað þykjast þeir vera að éta fiskinn okkar! Hverjum er svo ekki sama hvort þeir séu ekki fiskar heldur krúsidúllu sæt spendýr. Rollur eru (sæt)spendýr og við slátrum þeim í þúsundatali á hverju ári.
Greenpeace kvartar ekki yfir því? Hverjum er svo ekki sama um samtök eins og P.E.T.A. Þeir slátra þúsundum gæludýra á hverju ári, og skamma svo annað fólk fyrir að drepa saklaus dýr, eiga sum dýr meiri rétt á því að lifa en önnur dýr? Hver setur eiginlega þessar reglur? Ástæðan fyrir því að dýr hafa engin réttindi er vegna þess að ef þau hefðu réttindi yrðu þau að fara eftir lögum og reglum eins og annað fólk. Á síðan að stinga geitinni í fangelsi ef hún brýtur reglurnar, ég held nú ekki!

3. Bönnum alla trú. Trú er slæm og af hinu illa komin. Við þykjumst búa í nútíma þjóðfélagi þar sem almenn skinsemi ríkir, við erum stöðugt að læra meir um heim okkar og hvernig hann varð til, við ættum að vera búinn að fatta að trú er einfaldlega ekki töff lengur. Lýtið nú bara á öfgatrúarmenn! Hér kemur smá fróðleiksmoli.
“Religion easily—has the best bullshit story of all time. Think about it. Religion has convinced people that there's an invisible man…living in the sky. Who watches everything you do every minute of every day. And the invisible man has a list of ten specific things he doesn't want you to do. And if you do any of these things, he will send you to a special place, of burning and fire and smoke and torture and anguish for you to live forever, and suffer, and burn, and scream, until the end of time. But he loves you. He loves you. He loves you and he needs money.”
George Carlin
Þarna hafiði sannleikan frá meistara George Carlin. Trú er bjánaleg og að gefa kirkjunni peninga er vitleysa, það væri hægt að eyða þessum peningum í sjúkrahús, skóla, klám, lækka bensínverð, lægri skatta og meira klám. Ef þetta dugar ykkur ekki þá skulið þið bara spyrja ykkur, af hverju trúið þið á guð? Vegna þess að mamma sagði það? Hafi þið heyrt um sjálfstæða hugsun? Takið sjálf stjórn á lífi ykkar og finnið tilgang ykkar á eigin spýtur.

4. Einhverja breytingu þarf að gera á þjóðfélaginu til þess að fólk geti ekki misnotað eða skaðað annað fólk í hagnaðarskyni. Peningar virðast vera vandamálið, en það er ekki svo einfalt að losa sig við eða banna þá. Sérstaklega þar sem peningar eru í raun ekki vandamálið sjálft heldur græðgi fólks og mannlegt eðli almennt. Hér eru nokkur dæmi um hvernig peningar valda skaða:
1. Stríð eru oft hrundin af stað vegna peninga græðgi þjóðarleiðtoga eða manna í áhrifastöðum sem gætu hagnast á stríði.
2. Menn fremja glæpi gagnvart öðrum mönnum til að komast yfir peninga þeirra.
3. Menn borga öðrum mönnum til að fremja glæpi gagnvart öðrum mönnum.
4. Án peninga væri engin fátækt, í sanngjörnu samfélagi.

Ég vill endilega fá ráðleggingar varðandi þetta mál!

5. Leyfum allt sem skaðar ekki aðra. Það er hægt að koma með hvaða rök sem er gegn þessu, en staðreyndirnar eru augljósar. Allt sem fólk langar í, sem er og hefur verið bannað, fær fólk sér samt. Gleymum því svo ekki að það er brot á mannlegum réttindum að skerða frelsi fólk til þess að gera það sem það vill. Ef ég er einn heima hjá mér að stunda samfarir með rússneskum dverg þá er ég ekki að gera neinum mein, nema kannski dvergnum ef hann fílar það gróft. Ef ég sit einn heima hjá mér og bora gat í höfuðið á mér þá kemur það engum öðrum við nema mér. Ef ég vill gera þetta þá er það mín ákvörðun. Það er ekki þín, hennar, hans eða þeirra ákvörðun hvað ég geri og það er alls ekki ákvörðun ríkisins. Það er alveg ótrúlega mikið að fólki sem skilur einfaldlega ekki hvað grundvallar réttindi þetta eru. Þetta fólk er fífl, það má vera fífl mín vegna, það má skjóta sig í hausinn tólf sinnum með loftriffil mín vegna. En djöfull fer það í taugarnar á mér að fíflin skulu ekki gera það.

6. Ríkið á ekki landið, en allir íslendingar ættu að hafa rétt á því að velja sér land til að byggja og búa á. Landið ætti ekki að kosta neitt, nema það ætti að nota það undir atvinnurekstur. Allir gætu valið sér land, hvar sem er, hvenær sem er, þar sem enginn annar er og þar sem maður er ekki fyrir. Síðan yrðir einfaldlega settar upp skynsamlegar reglur um notkun landsvæðanna.

7. Það ætti að banna allar pólitískar fylkingar og ráðherra, í þess stað ætti alþingi að vera opið fyrir allan almenning. Hver sá sem færi á alþingi ætti rétt á því að vekja athygli á því málefni sem hann kýs, eina hlutverk og tilgangur opinberra starfsmanna væri að sjá til þess að öll umræða færi siðsamlega fram og samkvæmt reglum alþingis. Fólk sem færi að alþingi til þess að taka þátt í og/eða umræðunni gæti síðan kosið um framgang mála. Eina krafan væri að menn væru viðstaddir í persónu. Auðvitað gæti hópur manna myndað samtök með sameiginlega stefnu, en þessir hópar væru ekki viðurkennir af alþingi og fengju þeir engan forgang né forréttindi. Alþingi væri opið frá átta til fimm alla virka daga, síðan gæti hver sem er mætt og pantað tíma til að fara með sitt mál. Engin sem yrði kosin til þess að sitja í nefnd eða til þess að vera fulltrúi ríkisins á einhverjum vegum yrði fastráðinn og fengi enginn fríðindi. Laun starfsmanna ríkisins yrðu samkvæmt lágmarks launataxta.

8. Það að lifa ætti að vera ókeypis. Allir fólk á rétt á að lifa. Til þess þarf mat, vatn og húsarskjól. Einnig þarf aðgang að sjúkrahúsum og öðrum sjálfsögðum opinberum stofnunum. Allir sem minna mega sín ætti að geta fengið aðgang af þessu á hvenær sem er.

Eru þetta bara draumórar?
*Common sense is the collection of prejudices acquired by age eighteen.*