Mér finnst þetta mál alltsaman mjög áhugavert af ótal ástæðum. Eitt sem er áberandi er hvernig fulltrúar Smáís eða Samtök Myndrétthafa á Íslandi eru ekki allveg í sama heimi og við hin.

1. Í fréttatikynningu smáís stendur þetta
“Umfang þess efnis sem í boði var á þeim tengipunktum sem um ræðir voru 200 - 270 terabæt”
Aftur á móti ef maður les frétt lögreglunnar þá virðist vera um allt annað mál um að ræða.
“Hópurinn allur deildi með sér efni sem lætur nærri að hafa verið nálægt 100 terabæti í það heila.”
Hvernig má standa að Smáís menn ljúgi svona beint í opið geðið á fólki þar sem þetta er sú tala sem var í fréttum landsins daginn eftir að lögreglan greip til aðgerða.

2. “Milljóna tap” er það sem maður heyrir oft frá fulltrúum smáís. Annað sem kemur oft frá þeim er að í hvert sinn sem nemt er eitthvað geymslumagn af gögnum að þá er því breytt yfir í fjölda mynda og tónlistar. Þá skulum við reikna út hve heildar sala á tónlistardiskum væri ef að allt af þessum “200-270tb” væri tónlist. Þeir segja í sinni frétt að þetta sé um 50 milljón lög, og ef má áættla að um 12 lög séu á hverjum geisladisk sem seldur er út í búð þá gera þetta um 4.2 milljónir geisladiska sem auðvitað allir hefði keypt ef þeir hefðu ekki haft aðgang að þessu á netinu.

Ef við berum svo þessa tölu við tölur sem hagstofa íslands gefur upp í frétt morgunblaðsins í dag þá er þetta ansi stórt stökk upp á við. Hagstofan segir að sala á tónlistardiskum á seinasta ári nam um 800.000 og hefur verið í kringum það seinustu 5 ár sem gera um 4 milljónir geisladiska. Smáís vill s.s. meina að ef að fólk væri ekki að ná í lög af netinu væri sala á geisladiskum tvöfalt meiri en hún er í dag. Aðeins of stórt stökk til að nokkur heilvita maður mundi trúa því.

3. Þetta er bara atriði sem kom framm í morgunblaðinu í morgun og á við lögregluna en ekki smáís. Hérna er textinn úr þeirri grein.
“Helgi Magnús (fulltrúi ríkislögregustjóra) segir að ekki hefði þurft dómsúrskurð til þess. Samkvæmt lögum hafi lögregla leyfi til að gera leit í húsi sem opið er almenningi og hún telji að þau lög nái til þessa brots. Netið sé öllum opið og ekki skipti máli þó að í þessu tilfelli sé um að ræða lokaðan hóp um 100 manna.”

Með öðrum orðum þar sem þeir vilja meina er að allt sem fer framm á netinu er opið öllum þannig að öll póstsamskipti, vpn tengingar inn á vinnustaði og aðrar sambærilegar þjónustur sem krefjast að hver notandi hafi sitt notandanafn og lykilorð þurfi ekki dómsúrskurð til þess að lögreglan geti skoðað hvað um er að vera þar. Þá ætti ekki að vera mikið mál fyrir lögregluna að rannsaka hverskonar mál sem kemur að internetinu þar sem öll þau fyrirtæki sem eru með internettengingar eru opnar almenningi.



Það er að lokum gott að vita að í sumum hausum er í lagi að ljúga um staðreyndir, að halda því framm að íslendingar séu kaupglaðasta þjóð í heimi ef við höfum engar nettengingar og að allt á netinu er opið öllum og að engin þörf sé á lykilorðum á eitt eða neitt.
_______________________