Þessi grein á ekki við um Ísland, þetta er skoðun manneskju sem ég kynntist út í Frakklandi.. hún er mikill dýravinur og auðvitað dýralæknir :o)
Við vorum að ræða um hegningarlög Íslands, Frakklands og annarra landa, og auðvitað trúði hún ekki hvernig hegningar lög Íslands eru. (dæmi: munur á refsingu ef þú kemur með eiturlyf inn í landið og þú beitir ungu barni kynferðislegu ofbeldi) en eins mikið og mér langar að ræða öll þau málefni þá ætla ég að halda mig við það sem ég vildi segja ykkur frá ;o)
Eftir nokkrar vangaveltur um þetta allt saman, ræddum við um refsingar, eins og dauðarefsingu eða lífstíðar fangelsi. En hvað er lífstíðarfangelsi ?? Manneskjan sem gerði eitthvað virkilega alfarlegt eins og að fremja morð, situr inni í litlu herbergi allt sitt líf, en er það jafn slæmt og við höldum?? Það þarf ekki að vinna, ekki borga fyrir neitt, fær ókeypis húsnæði, mat og fleira. Jú stundum þarf það kannski að þrífa, vaska upp elda eða eitthvað.. en það er nú ekki mikil vinna. (Tek það fram, ég hef litla kunnáttu um hvað fangar gera í fangelsum, en eins langt og mín kunnátta í þeim málum nær þá er þetta ca. eina sem ég get ímyndað mér).
En hér er hennar hugmynd:
Af hverju að leyfa þessum mönnum, lifa á okkar skattpeningum og lyfta valla upp fingri fyrir það? Þetta eru allt menn (þá erum við að tala um langtíma fangelsisvistun til dauðadóms og allt þar á milli) sem hafa framið mjög alvarlegan glæp, og þeir hafa það ágætt í fangelsi! Af hverju notum við þá ekki?
Ef við lítum annað, þá eru allskonar tilraunir framkvæmdar á dýrum, lyf, sálfræðilegar aðferðir, málingavörur, krem o.m.fl t.d. litlar saklausar kanínur, eða mýs… jafnvel önnur dýr, eins og hundar, kettir og svín. Hvað hafa þau gert af sér??
Lítil sæt kanína er fædd inn í þennan heim, saklaus og hefur ekkert gert, henni er gefið það líf að sitja í litlu búri allt sitt líf og allskonar vörur og aðferðir prufaðar á þeim. Oftast drepast þær, sérstaklega ef um lyf eru að ræða. En hvaða vörur eru þetta? Nær allt saman eitthvað sem við eigum eftir að nota ef það verður samþykkt, varalitur, ilmvatn eða eitthvað.
En hvað er það sem húð kanínu, músa, katta eða annarra dýra, hafa sömu viðbrögð og við? Ekki hefur kanína sömu húð og við! Og ég get talið þannig áfram endalaus.
Af hverju að rækta þessi dýr fyrir prófun á einhverju, þegar þau eru ekki það lík okkur mönnum?
Af hverju ekki að nota þessa afbrotamenn, sem hafa þegar fengið tækifæri í lífinu og gert hræðilega hluti. Af hverju að hafa þá lifandi á okkar skattpeningum, þegar við gætum frekar notað þá í allskonar tilraunir. Ég meina þeir eru menn… þeirra viðbrögð við öllu þessu eru mun nákvæmari en mús að fá exem eða krabbamein??
Af hverju látum við þá ekki gera eitthvað fyrir okkur, nýta þá í stað þess að rækta dýr sem eru ekki með nákvæmlega sömu viðbrögð við vörum og við menn.
Tók mig smá tíma að hugsa um þetta, því þegar ég heyrði hana segja þetta, fannst mér hún bara rugluð, og það var ekki fyrr en eftir að ég var farin heim að ég pældi í þessu aðeins… þetta virkar rökrétt… eða hvað finnst ykkur.

(Ég tala um afbrotamenn í kk, ég er að tala um bæði kynin auðvitað, hugsið aðeins um þetta áður en þið svarið, ef þið eruð á móti þessu komið með rök ekki bara skítkast)

kv. Tigergirl