Mig minnir að á Íslandi hafi verið sett lög eitt sinn sem segðu til um að fólk mætti ekki geta barn nema það væri minnst í 7 eða 8 lið og vitanlega lengra aftur blóð tengt. Finnst mér að svo ætti að vera enn. En það er eins og þróunin hafi fært okkur aftur á bak einnig í þeim málum. Það er ekki fyrr en ég fer að skoða ættir mínar að ég kemst að þessum fjára að ég á hálf bróður sem ég er skyldur í sjötta sjöunda lið og það gerir okkur þá eitthvað um ¾ hluta bræðrum! Og svo á ég annan hálf bróður sem er fimm árum yngri en ég. Hann fann sér kærustu og hún þá kærasta sem er voðalega fallegt og gott og þau urðu voðalega hrifinn hvort af öðru. En svo kemur í ljós, vitanlega eftir að þau hafa kynnst, að þau eru skyld eitthvað í fimmta lið minnir mig að mér hafi verið sagt. Þetta er vitanlega algért rugl að mínu viti og þau komast upp með þetta. Ástæða þess að ég skrifa þessa grein er sú að ættingi minn frá kanada var að koma í heimsókn og er honum deilt á milli systkina hennar mömmu svo þau geti fengið að skoða kanadíska undrið og hann þau. Hann er hér í hóp með um 15 öðrum Vestur Íslendingum og hann spilar á fiðlu, píanó eða orgel og stjórnar kór í barna leikhúsi. Vel greindur 26 ára strákur sem aðeins eftir 4ra daga er farinn að spreyta sig á Íslenskunni og hann var snöggur að læra orð og nota. Hann er þeirri merkulegu gæfu aðnjótandi að vera afkvæmi tveggja íslendinga þar ytra. Og greinilegt er að hann getur bætt kanadíska stofninn með sínum Íslensku genum og vona ég að hann vandi valið vel vegna þess að það er dýrmætt blóð sem rennur um æðar hans.


Við fórum að ræða saman um ættar tengsl lítilsáttar og ég glopra útúr mér að ég sé í raun skyldur sjálfum mér og í raun allir Íslendingar og átta mig svo eftir á hve vitlaust þetta er vegna þess að þetta er kallað spilling. En mamma dró svo upp einhvern bæjar- eða fylkisstjóra, sem hún taldi líklegra en var ekki viss og mundi ekki hvað hét og hann var í Bandaríkjunum en ekki kanada. Hann skildi ekki hvað hún sagði vegna þess að hún gleymdi enskunni í það skiptið og ég var of upptekinn að skoða hvar Íslendingarnir eru á korti sem hann fann í bók sem aldrei áður hafði verið opnuð, þar kom hún að gagni og þjónaði miklu hlutverki. Samt var ég ekki stoltur er heim var komið, og búinn að gleyma bæjar/fylkisstjóranum nafnlausa, og fór að hugsa um hve fáránlegt þetta er og hvaða sögu hann hefur að segja er heim er komið. Líklegast vill hann gleyma þessu fólki sem kann ekki að hegða sér á siðaðan máta og gerast al Kanadískur og láta börn sín gleyma þessari rugluðu smáþjóð sem líklegast hvatti ættingja hans útúr landinu.

Og svo hugsaði ég þegar og ef ég kynnist kvenmanni þá yrði ég að flétta henni upp í Íslendingabók. En það er langt frá því að þetta sé einsdæmi þar sem við erum hér ekki nema um 280.000 og líkur á skyldleika miklar og líkur sækir líkan heim og allt það. Það flýgur væntanlega fáum til hugar að skoða sinn eigin skyldileika eins ég geri. En fólk ætti að gera þetta. Og svo ég endur taki mig aðeins þá finnst mér að það ætti að lögfesta aftur að ekki meigi vera meiri skyldleiki en í 7unda lið. Þetta er ekkert sem hægt er að vera stoltur yfir og í raun er þetta svipuð siðspilling og var í róm á sínum tíma, og við seigum okkur hafa þróast, og ég er þó af öngri keisara ætt komin og verð seint álitinn af slíkri ætt. Þetta verður að stöðva með laga setningu og beita refsingu við slíkri háttsemi.