Það ætti ekki að hafa farið fram hjá neinum að síðustu daga hefur myndband sem sýnir grimmilega aftöku á Nick Berg flakkað um netið. Allir sem vettlingi geta valdið hafa tekið þátt í dreifingu þess og er útbreiðsla linka á þetta orðin mun meiri en venja er um dæmigerð “fyndin flashmyndbönd”. Jafnframt hafa allir þeir sem stunda þessa dreifingu keppst um að fordæma myndbandið og segjast engan veginn styðja þetta. Dæmi um það er disclaimer sem ég fann á einni síðu, sem ég mun ekki nefna vegna innihalds hennar:

“Á síðunni er að m.a. að finna myndband af Írökum að skera Nick Berg á háls. Þó mér finnist það ekki flott né cool þá ætla ég ekki að taka það niður! Sama hvað þið segið. Það er tekið skýrt fram að /sjukt er sjúkt!”

Núna spyr maður sig hver í ósköpunum rökin fyrir því að taka það ekki niður? Þetta myndband þjónar nákvæmlega engum tilgangi annan en að sýna einhvern viðbjóð. Fólk gæti sagt að þetta sé til þess að sýna stríð, afleiðingar þess og afhverju Bandaríkjamenn þurfa að heyja þetta stríð. Aftur á móti ætti skynsamt fólk að sjá að fréttin um að myndbandið væri næg til að átta sig á því. Ekki þarf að horfa á þetta.

Þeir sem horfa á myndbandið eru svo sér kafli fyrir sig. Hvað knýr þá til að gera það. <a href="http://www.hugi.is/forsida/korkar.php?sMonitor=v iewpost&iPostID=1664870&iBoardID=52">Þessi</a> ( http://www.hugi.is/forsida/korkar.php?sMonitor=viewpost &iPostID=1664870&iBoardID=52 ) korkur er áhugaverð lesning sem sýnir einstakling sem er að leita af linknum. Höfundur segist ekki vera hitt og ekki þetta og engan áhuga hafa á þessu en samt vill hann sjá þetta. Enn og aftur sé ég ekki tilganginn. Vissulega gæti hann verið sá að geta sagst hafa séð þetta eins og þannig sýnst vera einhver töffari. Í ljósi svaranna við korknum, þar sem hinir ýmsustu segjast fordæma svona myndbönd en gorta samt yfir því að hafa séð ýmis þannig, þá verður þessi skýring að líkleg.

Þetta myndband er heldur ekkert einsdæmi. Ég sat fyrirlestur Ástþórs Magnússonar fyrir stuttu þar sem hann var að rökstyðja forsetaframboð sitt. Byrjun þess friðar fór í að reyna að sannfæra gesti um hvað stríð væru slæm og auðvitað voru myndasýningar stór hluti rakana. Fyrir mig hefði nægilegt að segja frá hlutunum.

Nú verð ég að teljast viðkvæmur maður og stunda það ekki að horfa á svona myndbönd. Ég á jafnframt erfitt með að átta mig á af hverju þessi villimennska stafar. Er þetta eitthvað sem situr í okkur? Nú þegar við getum ekki hoggið mann og annan eins og fyrr á öndum þá leitum við í svona skemmtun. Er þetta kannski eitthvað annað? Ég hef ekki hugmynd og leita því hér með ráða hjá fólkinu sem er ekki viðkvæmt og horfir á og dreifir þessu.