Það er mikið um það að krakkar á aldrinum svona 9-16 ára séu að nota síður á borð við www.folk.is og reyndar kasmírinn líka til þess að skrifa um sig og vini sína. Stundum er ekki barað skrifað um vini sína heldur líka óvini. Það er ekki gaman að vera að skoða einhverja heimasíðiu og fara svo í link sem stendur “Ógeð vikunnar” og þar er mynd af manni. Þetta hefur ekki gerst fyrir mig heldur vinkonu mína sem er með ákveðna galla en þrátt fyrir það þá hefur það ekkert að gera með persónuleika hennar. Hún er skemmtilegasta persóna sem ég hef hitt og þó að þessir ákveðnu gallar séu til staðar þá á ekki að vera að niðurlægja hana bara út af þeim.

Svo kemur það upp að önnur vinkona mín er að skoða vefsíðuna sína og sér þá að það stendur í gestabókinni að þessi stelpa sem ég nefndi áðan, sé viðbjóður og sömuleiðis vinkona mín. Saklaust grín? Ég held ekki.

Eru krakkar að nota svona vefsíður í tonna tali til þess að segja skoðanir sínar á fólki sem er kannski ekki eins og maður vill hafa það? Eru krakkar á þessum aldri nógu þroskaðir til þess að halda uppi vefsíðu? Jú, þessir krakkar sem eru á mínum aldri eiga að vera nógu þroskaðir til þess að halda uppi vefsíðu um hvað sem er hvort sem það sé Star Trek eða Harry Potter eða um mann sjálfann, þó að ég persónulega skil ekki hvað er svo mikilvægt að segja allt um sjálfan sig, fyrir utan það að maður veit ekkert, nákvæmlega ekkert, í hvaða höndum þetta efni lendur í.

Af hverju eru krakkar að misnota svona heimasíður til þess að niðurlægja fólk? Hvað fær fólk út úr því?

www.Fólk.is tekur enga ábyrgð á því hvað er skrifað á þessum www.folk.is/…. og þeir segja að þetta sé alfarið á ábyrgð krakkanna sem eru með svona síðu. Hver á þá að taka ábyrgð á því að mynd sé birt af manni sjálfum í niðurlægjandi merkingu eða texti sem er birtur um mann í niðurlægri merkingu? Er það maður sjálfur fyrir að vera svona misheppnaður eða er það skrifanda /birtanda að kenna? Er það þá viðkomandi vef að kenna? Vefurinn vill ekki taka ábyrgð á því sem birtist á vefnum, í það minnsta ekki á www.folk.is (hugi er allt öðruvísi. ég hélt að ég mundi aldrei segja þetta en hr. JReykdal tekur á svona málum). Það getur þó ekki verið manni sjálfum að kenna að öðrum finnist maður vera misheppnaður. Auðvitað er þetta þá þeim sem birti þetta að kenna. En er hægt að sækja viðkomandi til saka? Ef viðkomandi er ekki sakhæfur á hann þá ekki að taka ábyrgð á gjörðum sínum? Eða þarf að loka heilu vefsvæðunum út af einhverju fólki sem kann ekki að þegja?


Hvað finnst þér?

Fantasia