Hryðjuverk - eigum við að vara okkur á þeim? Ég velti því oft fyrir mér hvort heimurinn sé orðinn óöruggari eftir 11.september 2001. Það er reyndar ekki rétt því ég hef fyrir löngu komist að niðurstöðu. Nei, heimurinn er ekki orðinn óöruggari. Í hryðjuverkunum dóu um 3.000 manns (u.þ.b. 0,001% Bandaríkjamanna). Þetta jafngildir því að 3 Íslendingar færust, ef miðað er við höfðatölu. Ef við setjum þessar tölur í samhengi við annað sem er að gerast í dag, fæ ég minnimáttarkennd fyrir hönd Osama Bins Ladens. Á hverjum degi deyja um 7.000 manns úr alnæmi í heiminum og 3.000 börn deyja ú malaríu. Ef við miðum við eitthvað sem gerist í Bandaríkjunum kemur einnig margt í ljós. Á hverjum degi eru nefnilega 30 menn skotnir í Bandaríkjunum einum. Þá eru ótaldir þeir sem eru drepnir með öðrum aðferðum. Einnig deyja 800 manns á viku í umferðaslyslum í Bandaríkjunum. Þannig að í hverjum mánuði deyja jafn margir í umferðarslysum, í Bandaríkjunum einum, eins og í hryðjuverkunum 11/9. Og eitt dæmi í viðbót: í fyrra Persaflóastríðinu er talið að Bandalagsherirnir hafi drepið um 300.000 manns. Stríðið stóð aðeins í 43 daga. Það gerir næstum 7.000 manns á dag. Og í viðskiptabanninu sem fylgdi er talið að 410 manns hafi látist á dag í 10 ár. Og þá meina ég bara þeir sem létust vegna viðskiptabannsins. Svona mætti lengi telja.

Upptalningin fyrir ofan sýnir að hryðjuverkin í Bandaríkjunum voru frekar lítilfjörleg miðað við margt annað. Ef Bandaríkjamenn hefðu eytt öllum peningnum sem þeir hafa eytt í Íraksstríðið (111,8 milljarðar BNA dollars) í að efla umferðaröryggi, hefðu þeir líklega bjargað mun fleiri mannslífum. Svo má ekki gleyma því að í Íraksstríðinu hafa dáið 10.000-11.000 Írakar og yfir 900 bandarískir hermenn. Ætli Al-Qaida hefði drepið fleiri en það frá hryðjuverkunum, ef ekki hefði verið ráðist inní Írak. Ég efast um það.

Mér finnst fáránlegt að þora ekki að ferðast vegna hryðjuverkahættu. Menn meiga að sjálfsögðu gera það sem þeir vilja. En kom on. Pabbi minn ,sem ferðast mikið um Ameríku, var að segja mér að á þakkagjörðarhátíðinni 2001, 2 mánuðum eftir hryðjuverkin, hefðu mun færri flogið heim til sín. Fólk var semsagt hrætt við að fljúga heim til sín eftir þakkagjörðina vegna hryðjuverkahættu. Sérfræðingar sögðu að það væri 48 sinnum hættulegra, að meðaltali, fyrir fólkið að keyra frekar en að fljúga. Svona er þetta um allan heim. Þó hefur mest borið á þessu í USA og Bretlandi. Á hverjum tíma eru mörg þúsund vélar í loftinu í Bandaíkjunum einum. Ef ég væri að fara eitthvað mjög mikilvægt, mundi ég fara upp í flugvél þó ég vissi að það yrði stolið einni vél sem færi í loftið á sömu klst. og mín vél. Þessi öryggismál eru að mínu mati komin langt út í öfgar.

Mér finnst að Evrópuþjóðir ættu að neita að taka upp þessar fáránlegu reglur Bandaríkjanna á flugvöllum. Þó Bandaríkin séu stórveldi geta þau ekki án Evrópu verið. Evrópusambandið getur haft áhrif á USA stjórn. Sbr. þegar Evrópusambandið hótaði að setja háa verndartolla á bandarískar vörur, sem svar við stáltollum Bandaríkjastjórnar. Það var ekki úrskurður WTO sem breytti áformum Bush, heldur þessi hótun ESB.

Ekki koma með eitthvað skítkast. Ekki kalla mig Kanahatara eða eitthvað álíka. Það er ég ekki. En svarið þessu endilega, bara á málefnalegan hátt.
“I'd love to go back to when we played as kids,