Frá því að Bush komst í forsetastól BNA hefur endalaust verið gert grín af honum fyrir hálfvitaskap. En nú er ég án alls gríns farinn að hræðast um geðheilsu þessa manns. Það nýjasta í bókim hans er að banna samkynhneigðu fólki að gifta sig, og rökin eru að þá þyrfti að breyta stjórnarskrá Bandaríkjanna.
Við lifum á 21. öldinni. Er ekki bara eðlilegt að það þurfi að lagfæra stjórnarskrá sem var rituð í kringum aldamót 18. aldar ef ég man rétt ?
Auk þess að banna samknhneigðu fólki að gifta sig er á döfinni að banna fóstureyðingar.
Ég bíð eftir því að heyra um það í fréttunum að friðsæl mótmælaganga hafi verið bæld niður með herafli.

Það er skelfilegt að hugsa út í það að sá maður sem hefur mest völd í heiminum sé olíugráðugur lygamörður sem svífst hreint úr sagt einskins til að troða sínum skoðunum lengst ofan í kok á fólki. (Best er að nefna seinustu forsetakosningar í BNA og þá líka olíustríðið)

Það er ótrúlegt að tala við bandaríska manneskju og þurfa að fræða um ódæðisverk Ísraela gegn Palestínumönnum, en þó er þessi manneskja með tölur látinna vegna sjálfsmorðsárása seinustu viku á hreinu. Auk þess sem lítið er talað um látin börn í Írak sem ekkert gerðu til þess að hljóta þau örlög að vera skotin að byssuglöðum kúreka. En í staðinn er talað um sorglegan atburð þegar hermaður. Það er náttúrulega dapurlegt. En hann hafði þó val um það að ganga í herinn og með því að skrifa undir plagg sem gerði hann af stoltum verði olíutunna var hann að að leifa bandaríska hernum afnot af líkama sínum, sem gæti kostað hann lífið. En hvar er samningur 1 árs krakka sem lætur lífið þegar sprengja lendir á húsi þess. Eða 10 stráks sem tekur þátt í friðsælli mótmælagöngu sem síðan er skotið á að Bandaríkjamönnum vegna þess að þeim fannst þeir koma óþæginlega nálægt SKRIÐDREKA !
Það er ljóst að bandarískur almenningur fær bara helming sannleikans. Þann sannleikan sem fær þau til að ná sátt við það að styrkja þjóðarmorð um víða veröld og bæta peningum í buddu stjórnarmanna landsins.

Það er nú erfitt að vera í vafa um það að Íraksstríðið hafi verið um annað en frelsun heimsins undan geðveikum manni sem hafði efna-sýkla og kjarnorkuvopn undir höndum.
Aftur á móti sýnist mér hann Bush vera að sturlast sjálfur og hann sér djöful í öðruhverju horni og olípoll í hinu. Og það er víst að hann á þau vopn sem hann virðist svo mikið á móti.

Þá er það komið í dag. takk fyrir

MesserSchmitt
“Öreigar allra landa sameinist !!!!!!!”