Jæja hvað finnst ykkur um þetta.
Það er búið að sanna að maðurinn hafi misnotað þessar tvær litlu stelpur en hann fær bara 10 mánuði.
Þekkið þið eitthvað barn sem er 6 ára? Mér sorglegt að senda út þessi skilaboð að það sé ekki meir refsivert að taka sakleysi þessara stelpna og marka þær það sem eftir er.

Rétt fyrir neðan þessa grein sem hefur brotið af sér í nokkur skipti í formi þjófnaðar og fjársvika og hún er að fá 18 mánuði.
Hún reyndar braut skilorð og er síbrotamanneskja, en samt sko, hvernig er hægt að réttlæta að hún fái hærri dóm en þessi maður.

Ég veit ekki en mér finnst það vega þyngra að ráðast á börn sem er kennt að treysta fullorðnum og misnota þau.


“Karlmaður var dæmdur í 10 mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness í dag fyrir að hafa misnotað tvær stúlkur kynferðislega á árinu 2000 til 2002. Voru þær 6-8 ára er brotin voru framin. Hann var dæmdur til að borga hvorr um sig 300.000 krónur í miskabætur.
Sannað þótti - þrátt fyrir eindregna neitun ákærða - að maðurinn hafi sumarið 2002 brotið gegn annarri stúlkunni á vinnustað sínum í Njarðvík. Ennfremur að hann hafi á árinu 2000 eða 2001 brotið gegn stúlku fæddri 1993 í bílskúr í Sandgerði og í bíl við Garð.

Brot mannsins gegn stúlkunum tveimur þótti fjölskipuðum dómi Héraðsdóms Reykjaness vera alvarleg og beinast að mikilvægum hagsmunum. Hann hafi notfært sér ungan aldur þeirra til þess að misnota þær kynferðislega. Af gögnum málsins megi ráða að þær hafi orðið fyrir áfalli en þeim hafi tekist með hjálp fagaðila að vinna sig út úr vandanum. Þær hafi orðið fyrir miska og það væri álit sérfræðinga Barnahúss að þær þurfi á aðstoð fagaðila að halda er þær koma á unglingsárin og fari að leggja annan skilning í atburðina.

Maðurinn var dæmdur til að borga allan kostnað sakarinnar, þar með talin málsvarnarlaun verjanda síns og þóknun réttargæslumanna stúlknanna, samtals 540 þúsund krónur. ”(mbl.is 29.01.2004)