Fyrir stuttu síðan skrifaði ég í kaldhæðni, hér á huga, að klófesting Bandaríkjamanna á Saddam Husein myndi leiða til þess að efnavopn færu að finnast á hverju strái. Ég bý ekki yfir neinni guðlegri forsjáhyggju að hafa látið þetta út úr mér, þar sem ég átti mína bandamenn á þessu sviði sem eru talsvert háttsettari en ég í umræðunni. Eini munurinn er sá að þeim var alvara.
Við þurftum ekki að bíða lengi eftir fundinum. Saddam, sem hafði mokað sér holu með teskeið og komið sér fyrir með örfáa Bandaríkjadali og ómetanleg skjöl, að því er virðist, hefur unnið heimsbygðinni mikinn grikk með því að ljóstra upp um 36 sinnepsprengjur. Samkvæmt getgátum Bandaríkjamanna voru þessar sprengjur efniviður í hryðjuverk, af ekki minni stærðargráðu en 11. september. Halldór Ásgrímsson, tilvonandi forsætisráðherra, þar af leiðandi stollt íslensku þjóðarinnar lýsti því yfir að þetta væri heimsviðburður og loksins væri nú hægt að þagga niður í efahyggjukommum sem hefðu ekki séð yfirvofandi hættu þessara útrunnu sprengja. Sagði ég útrunnar sprengjur, eða eru það bara kommarnir sem láta þetta út úr sér. Samkvæmt sprengjusérfræðingum eru þessar sprengjur komnar á síðasta söludag og sinnepið ekki einusinni boðlegt á goðapylsur. Eigum við ekki bara að segja þetta sé en eitt dæmið um kommaáróðurinn gegn þessu hetjulega stríði sem hefur gert heiminn að MIKLU örugguari stað, eða hvað?
Annað dæmi sem hægriöfl og frjálshyggjumenn myndu fordæma sem kommaáróður er það sem við vinstrimenn teljum enn meiri heimsfrétt. Paul O'Neil fyrrverandi fjármálaráðherra í ríkisstjórn Bush lýsti því yfir að frá fyrstu dögum Bush í embætti hafi verið lagt á ráðin um árásina í Írak. O'Neil segir að Bush hafi fyrirskipað starfsliði sínu að finna! ástæður til þess að réttlæta innrásina. Einnig kemur fram að strax frá fyrsta degi hafi Bush lagt á ráðin um stríðsréttarhöld og það sem meira er RÁÐSTÖFUN OLÍUNNAR. Engin á að hafa sagt neitt eða spurt að neinu í þessu ólýðræðislegasta lýðræðisríki heimsins.
Árásin á Írak á sér (samkvæmt en grófari kommúnískum áróðri, eða?) mun dýpri rætur en til daga Bushstjórnarinnar. Samtökin New American Century þar sem helstu meðlimir Bush ríkisstjórnarinnar eru meðlimir lagði fram áætlun árið 2000 um stjórnarskipti í Írak. Þessir aðilar skrifuðu Bill Clinton, þáverandi forseta, þar sem þeir töldu að árás í Írak myndi þjóna Bandarískum olíuhagsmunum. Þessir hugmyndasmiðir eru nú í dag þeir sem halda um stjórnartaumana í Bandaríkjunum, sömu menn og gerðu alvöru úr þessu stríði.
Írak er stríðshrjáð land og það þarf ekki að fara fleiri orðum um það. Það er alvitað að Saddam Husein notaði efnavopn á Kúrda og Írani í stríðinu við Írani á níunda áratugnum. Samkvæmt heimildum voru þessar 36 remúlaðibombur frá þessum tíma og ég leyfi mér að spyrja, er þessi fundur nóg til þess að réttlæta þessa árás? Ég efast um að þessar hripleku sprengjur gætu jarðað pylsuvagn í miðborg Reykjavíkur eða hvað þá haft einhver Chernobyl áhrfif. Bandaríkjamenn eða Íslendingar í vinnu fyrir þá geta fundið eins margar sinnepsprengjur og þeir vilja, það mun hins vegar aldrei réttlæta þetta stríð fyrir mér. Sinnepsprengjurnar eru en eitt dæmið um það hvernig Bandarískir valdamenn eru að gera að grín af alheiminum og þetta stríð er og mun koma sér þægilega fyrir í sögubækur sem einn stór brandari.