Ég var að borða sunnudagskvöldmatinn þegar ég heyrði í fréttunum “We've got him!” þá varð ég forvitinn og fór inní stofu og horfði á fréttina og þá kom í ljós að það var Saddam Hussein sem var fundin. Daginn eftir fór ég að lesa blaðið og þá var stór forsíðugrein um að Saddam væri fundinn. Ég las:

Eftir rúmlega átta mánuða langa leit er Saddam Hussein fundinn og hefur verið tekinn höndum. Hann fannst í tveggja metra djúpri holu sem grafin hafði verið og dulbúin í kjallara hrörlegs húss. Margir höfðu orðið til þess að spá því að Saddam myndi frekar falla í byssubardaga en að gefa sig fjandmönnum sínum á vald. Hann var hins vegar samvinnuþýður og ræðinn við hermennina sem handtóku hann en alls tóku 600 hermenn þátt í aðgerðunum. Ábending frá nánum fjölskyldumeðlimi Saddams Husseins varð til þess að hafðist uppi á honum eftir leit sem hafði fram að þessu verið árangurslaus. Saddam fannst á laugardagskvöld að íröskum tíma en fréttir af því spurðust ekki út fyrr en í morgun. Þá var staðfest að það væri hinn raunverulegi Saddam Hussein sem hefði náðst en ekki einn tvífara hans. Gengið var úr skugga um það með DNA-prufu sme framkvæmd var á nokkrum klukkustundum. Handtöku Íraksforsetans fyrrverandi hefur verið fagnað meðal íbúa Íraks og víða um heim.

Nánari upplýsingar um þetta er að finna á mbl.is.
Takk fyrir mig. ZomB