Ég er að hugsa um að senda eftirfarandi skeyti á nokkra valdamenn þjóðfélagsins.
Þið megið endilega koma með ábendingar og svör?



Nú á að setja gjöld á alla skrifanlega geisladiska sem og diskabrennara. Tilgangurinn er að bæta tónlistamönnum það tjón sem þeir verða fyrir þegar einhver stelur hugverki þeirra.
Þetta virðist við fyrstu sýn sjálfsögð krafa en ef litið er aðeins nánar á þetta þá sjá flestir að þetta brýtur gegn allri heilbrigðri skynsemi.

Ég ætla ekki að reyna að sannfæra neinn um að ólögleg afritun sé ekki stunduð, en…

1. Tónlist er bara brot af því sem er verið að afrita.
Flestir nota þessa tækni löglega.

2. Stærsti hluti þeirrar tónlistar sem er brennd er brennd löglega. Fólk sem afritar diska, sem það hefur keypt, til eigin nota.

3. Allflestir skrifanlegir diskar eru ekki endurskrifanlegir. Það þýðir að ekki er hægt að “taka upp” á þá aftur. Þeir eru einnota og því ólíkir kasettum.

4. Geisladiskabrennarar snarhækka. Það gerir ungum listamönnum (t.d. tónlistarmönnum og margmiðlunarsmiðum) erfitt fyrir að koma efni sínu á framfæri.

5. Aðalstuldur á tónlist er í gegnum netið. Margir stela tónlist án þess að hún fari nokkurntíman inn á nokkurn geisladisk.
Ætlar STEF næst að krefjast þess að fá gjald af símnotkun landsmanna þar sem sumir nota símann til stela af netinu?

6. Hátæknifyrirtæki nota mikið geisladiskabrennara og kaupa diska í hundraðatali. Fyrirtækið notar þá til að koma vörum sínum á framfæri, gögnum milli staða og taka öryggisafrit.

7. Að rukka alla af því að einhverjir brjóta af sér er vafasöm aðferð. Það býður ýmsum öðrum gjaldtökum eða refsingum heim. S.s:
- Skatt á auð blöð því á þær er hægt að skrifa sögur sem einhver hefur höfundarrétt að.
- Mánaðar gistingu í fangaklefa fyrir ökuskirtenisafhendingu þar sem vitað er að einhverjir munu valda dauðaslysum.
- Nefskatt, eða réttara sagt munnskatt, þar sem sumir fara að syngja lög sem þeir hafa heyrt tónlistarmann flytja.
-Svo býst ég við að kennarar getir nú lækkað alla nemendur sína um einn heilan á prófum þar sem það eru alltaf einhverjir sem svindla.
Viljum við svona samfélag?

8. Gjaldið á diskunum er allt of hátt (allt að 100% HÆKKUN). Það að segja að 35 kr sé ódýrt þegar upprunalegi diskurinn kostar 2000 kr er ósvífni sem gefur bæði í skyn að allir diskar séu notaðir til að afrita tónlist ólöglega og að lagahöfundar fái allan 2000 kallinn í sinn vasa.

9. Sagt er að þessi reglugerð komi frá Evrópusambandinu og að við verðum að taka hana upp er sem betur fer bull.
- Í Bretlandi verður þessi skattur ekki tekinn upp.
- Í Danmörku var þessi skattur tekinn upp. Gjaldið var aðeins um 10 ísl kr. Tveim vikum seinna var gjaldið TEKIÐ AF!
- Í þessum löndum þykir ekki rétt að sekta fólk fyrir fram.

10. Tónlistarmenn eru ekki einu eigendur efnis sem brennt er ólöglega á diska. Miklu meira er stolið af hugbúnaði en tónlist auk þess sem hugbúnaðurinn er margfallt verðmætari.
Samt ætla tónlistamenn að hirða allt saman.
Hver gefur þeim rétt til þess?