Ég slysaðist til þess að hlusta á Rás 2 í morgun. Í heimsókn í morgunþáttinn fræga kom Eiríkur Tómasson “Prófessor” frá IHM, eða Innheimtumiðstöð Gjalda eins og það heitir víst. Hann kom greinilega til þess að reyna að réttlæta hækkunina. Hann sagði ma. að verð á myndbandsspólum hafi hækkað árið 1987 og standi í stað. Það er kannski þess vegna sem myndbandsspólur eru svona dýrar. Humm…

Allaveganna, þessi maður er greinilega F-Í-F-L því hann heldur að það eina sem fólk skrifar á sé ->ÍSLENSK TÓNLIST<-. Hann gerir sér ekki grein fyrir því að það skrifa fæstir íslenska tónlist yfir á geisladiska, heldur tölvuforrit og annað slíkt. Sumir nota þetta meirasegja til að taka upp sína eigin tónlist og skrifa hana, en það er ekkert sem að bannar það. Hann sagði auk þess að þessi peningur sem þeir fá fari ekki bara til íslenskra höfunda, heldur líka til erlendra. Þetta er samt ekki réttlætanlegt. Það verður að gera einhvað í þessu. Það er víst að undirskriftir fari yfir 10.000 manna markið í kvöld ef skráning heldur áfram með sama móti. Ég vona að allir sem vit hafi fari á <a href="http://www.quake.is/fallen/motmaeli">www.quake.is/fallen/motmaeli</a>.

Stöndum saman og berjumst gegn höfundarrétti, þeim hlut sem að hefur sent heiminn í upplausn, sbr. Napster málið.

Lifið heil,
The almighty Helm