Mér datt þetta í hug í dönskutíma áðann, en þá vorum við að rökræða afhvejru ættum við að læra dönsku.

Ég tek ekki dönsku mjög alvarlega, ég lýt á það sem tungumál sem við ættum ekekrt að læra, afhverju ekki?

Kannski vegna þess að við vorum einu sinni undir dönum og þeir voru svoldið slæmir við okkur á vissan hátt, og eflaust góðir við okkur á annan hátt :). Mér finnst að læra dönsku sé bara gamall partur af því þegar við þurftum að lúta danakonung, og núna þegar við erum sjálfstæð þjóð þá ættum við ekki að lúta fyrir konunginum lengur eða læra dönsku.

En þá kemur auðvitað spurningin: afhverju ekki að læra dönsku?

Þetta var svoldið erfitt en kennarinn okkar sagði okkur að við hefðum gott af því, því að í Danmörku væri miklu betra menntunarkerfi, og það væri ódýrara að læra í háskólum þar en t.d.
Englandi. Einnig væru mikið af Íslendingum sem byggju í Danmörku.

En græðir fólk einhverja dönskukunnáttu á dönskunáminu?

Svarið er NEI, því að dönsku nám hérna á Íslandi er bara svo leiðinlegt, við erum látin fylgjast með dæmum sem við skiljum ekki, orðum sem við höfum aldrei heyrt og orðum sem við höfum engann áhuga á. Einnig er farið með okkur útí málfræði en flestir hafa bara svo lítinn áhuga á því að læra það og detta fljótt út, það er í mörgum tilfellum erfiðast að læra málfræðina :D

En þá kemur eitt atriði inní, fyrst við höfum svona lítinn áhuga á dönsku afvherju þá að læra ensku, svarið er náttúrulega að við horfum´á fullt af bandarískum myndum og enskum þáttum, en mjög lítið af dönskum, réttara sagt er eini almennilegi danski þátturinn í ríkissjónvarpinu Nikoleye og Júlía og sá þáttur er kannski ekki alveg tilvalin fyrir ungu kynslóðina :)

En samt er ekki allt glatað þótt þér finnist danska erfið, þú þarft bara að fara útí sjoppu og horfa á mikikð af dönskum myndum og komast yfir allt danskt efni sem þú getur. Horfa á það í nokkrar vikur og kannski/líklega mun dönskukunnátta þín batna, það er líklega skemmtilegra en að sitja yfir skruddunum :)

Snoother - færeyjar eiga að fá frelsi :D
Snoother