Fordómar eru mjög nauðsynlegt hjálpartæki sem við notum til að greina hvað er mikilvægt og hvað ekki. Ég held að fordómar og rasismi tengist ekkert því rasismi á sér ekki stað nema ákveðnar gjörðir eigi sér líka stað. Einhver þarf að sjá heyra eða finna fyrir ónotum, leiðindum eða illindum frá annarri manneskju sem byggjast á ákveðnum fordómum sem hún hefur fest á manneskjur sem hafa ákveðin einkenni, sýnileg eða sem þarfnast uppgötvunar (einsog trúarbrögð eða kynhneygð).

Við teljum okkur öll verða fyrir fordómum, stanslaust, þannig eru eðlileg samskipti fólk sem hittir stundum ókunnuga eða heyrir um þá. Hvernig er hægt að gagnrýna það sérstaklega? Fordómar um áberandi einkenni geta alltaf verið góðir og slæmir. Það er alltaf hægt að draga ósjálfrátt bæði jákvæðar og neikvæðar ályktanir af svörtum manni í sjónvarpinu sem maður er að sjá í fyrsta skipti. Heilinn fer strax í gang að meta hvernig þessi maður er og hvað hann ætlar að gera í sjónvarpinu til að ákveða hvort hann á að láta mann horfa áfram eða ekki. Þegar maður er farinn að festa neikvæða fordóma utaná þjóðfélagshóp til að réttlæta hatur sitt, þá er kominn rasismi/mjög neikvæðir fordómar (það má alveg finna betra orð yfir það) og við erum með það í lögum að slíkt sé bannað á opinberum vettvangi. Þessvegna er það víst glæpur að sýna af sér vel skilgreint hatur gegn fólki eða rasisma opinberlega. En þegar þetta gerist í daglega lífinu eru það ekki fordómar að hrópa á eftir konum sem virðast vera frá Tælandi en manneskjan sem hrópar er engu að síður kannski búin að ákveða að konur með þetta útlit séu keyptar og/eða frá Tælandi. Það verður samnefnari fyrir pirring á því að svoleiðis fólk sé mikið að flytja til Íslands. Persónan veit að þetta er ekki algilt og getur ekki verið það en hann ákveður að taka áhættuna og vera með leiðindi. Það er ekki heilbrigt og ekki við fordómana sem slíka að sakast því þeir eru bara hjálpartæki manneskjunnar en valda því ekki að hún ræðst á aðra eða gegn þeim.

Ef ég væri yfirlæknir á sjúkrahúsi í Bandaríkjunum og þyrfti að velja milli þriggja hæfra lækna sem væru allir karlkyns í þessu tilfelli ofg allir útskrifaðir úr sama skólanum, Charles Taylor (hvítur), Baku Mbreki (afrískur), Charles Li (asísk bandarískur). Við fyrstu kynni af þessum mönnum bíst ég einungis við smá jákvæðum fordómum um að Charles Li væri mjög duglegur og með háa greindarvísitölu. Svo myndi ég strax fatta þessa fljótfærnisályktunarrökvillu heilans og snúa mér að því að velja þann sem ég vil ráða. Núna myndi ég að öllum líkindum bæta fordómum mínum um fólk inní dæmið til að hjálpa mér að velja sem þægilegast. Einsog að ræða heimilismálin, ef einhver ætti kött myndi það vega mjög sterkt inní hvernig persónu ég teldi manninn vera. Ég fíla fólk sem á dýr, sérstaklega ef dýrin eru kettir. Þetta myndi ég segja að væru mjög miklir fordómar en þeir eru bara þarna til staðar, ég get ekki ráðið við að hafa þá. Ef ég myndi fara að hata fólk sem á önnur uppáhaldsdýr þá vona ég að ég fatti það og reyni að lækna sjálfa mig. En einmitt vegna þess að ég hef mikla svona asnalega fordóma (einsog kannski allir) get ég ekki annað en skilið að vissu leyti hversvegna sumum bara líkar eitthvað spes útlit eða einhver trúarbragðaskoðun betur en annað. Það eru þannig ósjálfráðar skoðanir til hjá okkur öllum.

Rasismi byggist á því að maður tekur nokkra(marga, einn) fordóma og festir þá utan á hóp af manneskjum sem deila áberandi/mikilvægu einkenni sem fer í taugarnar á þér/þú hatar til þess að réttlæta að þú beitir þær rangindum, ónotum eða hreinlega illsku.

Okkur sem erum ekki rasistar finnst mjög óþægilegt að heyra rasistaummæli og viljum ekki upplifa þá tilfinningu að eitthvað smá í því sem þeir segja (þeir spúa oft miklu og fjölbreytilegu hatri) eigi sér hljómgrunn hjá okkur sjálfum. Það er samt oft þannig, ég er sammála rasistum um margt sem einstaklingum bara ef ég tala við þá eða hlusta á þá nógu lengi. Þetta á sér stað með allar manneskjur, sama hvaðan þær eru eða koma. Það er alltaf hægt að finna fullt af fordómum sem maður myndar sér um alla sem eru jákvæðir. Nema maður sé alvöru rasisti og búinn að blokka á allt slíkt. Það er nefninlega málið, neikvæðir fordómar eru ekki rasismi. Rasismi gerist þegar fólk meðvitað blokkar á jákvæða fordóma og fer jafnvel að beita illsku gegn öðrum manneskjum. Litlar persónulegar hryðjuverkaárásir til að brjóta smá niður í annarri manneskju vegna þess að það hvernig hún lítur út eða hvaðan hún kemur, þolir þú bara ekki.

Að vilja helst ekki að íslenski kynstofninn blandist og verði ekki lengur í meirihluta hvítur er ekki alltaf beint hægt að gagnrýna, þetta er bara eitthvað sem sumum finnst vera mikilvægt. Það þýðir ekki að þeim finnist öðruvísi fólk eitthvað leiðinlegt eða slæmt. Maður getur ekki ætlað sér að banna fólki að finnast eitthvað svona í jafn fjölbreytilegum heimi. Það verður bara ekki hjá því komist að hvítar manneskjur upptilhópa öðlist aðeins meiri jákvæða fordóma um hvíta en svarta. En það fer allt eftir því hvar fólk elst upp og öfugt. Við vitum að í grunninn fæðumst við öll eins. Þetta getur valdið góðu fólki mjög miklum erfiðleikum. Það er nefninlega frekar ólíklegt að fólk með smá rasisma hljómgrunn fari að kjósa rasistaflokk í kosningum. Það er alltof öflugt hatur sem rasistar boða. Flestum finnst líka aðferðir þeirra ekki líklegar til að skila merkilegum árangri varðandi heildarmyndina. Við sjáum að þeir blokka á fullt af jákvæðum möguleikum og það geta flestir með eðlilegt fordóma level ekki skilið. Og það fer allt eftir samfélögunum og átökunum sem eru að eiga sér stað milli ólíkra hópa hversu útbreiddur þessi hljómgrunnur er.

Þegar þessu er á botninn hvolft held ég að rasismi byrji að grafa um sig ekki vegna þess að fólki finnst einhverjir aðrir ekki með nógu flottan húðlit eða “aðlaðandi” trúarbrögð. Það sem ég held því miður að hafi gerst er að í upphafi voru allir mjög jákvæðir. Það er flestum manneskjum alls ekki eðlilegt að fyrstu fordómarnir um eitthvað alveg splúnku nýtt séu slæmir. Þegar ég hitti fyrst svartan mann var ég pínu óttaslegin en bara vegna þess að mér fannst hann svo spennandi. Ég hafði bara séð svarta menn í myndum og þessi var merkilegri en allir þeir. Fordómarnir sem ég myndaði mér um svarta menn í kjölfarið af þessu vissi ég að voru ekki merkilegir því hann líktist ekkert fínt klædda einkaspæjaranum hans Matlock sem frammaðþessu var mín helsta hugmynd um svartan mann. Fyrir utan þennan sem var framandi, var sko sannur afríkumaður einsog fordómar mínir hefðu viljað láta mig búast við. Síðan ég óx úr grasi hef ég ekki haft mikil samskipti við svart fólk en það er kannski ekkert skrítið, það er ekki mikið af þeim hér. Ég vildi gjarnan hafa fleiri, miklu fleiri satt að segja. En það er bara ég. Þetta eru mjög jákvæðir fordómar og kannski finnst einhverjum þeir alveg fáránlegir. Það er ekkert við því að gera því fordómar eru fullkomlega órökréttir. Þeir spretta uppí heilanum áður en við byrjum meðvitað að hugsa og við erum ekki alltaf nægilega meðvituð um það sem heilinn er að senda okkur til að bregðast við rökvillutilfinningum sem koma. Ég hugsa: “vá svart fólk er svo fallegt, ég vil hafa meira af því hér, það eru eitthvað svo fáir.” Þetta kemur í gegnum hausinn á mér á sekúndubrotum og ég gríp þetta ekkert endilega. Svona gerist oft bara á neikvæðum forsendum. Ég tek alls ekki alltaf mark á öllu. Rasistar fá okkur með ummælum sínum til að taka mark á svona smá neikvæðum fordómum hjá okkur, þeir valda okkur óttanum við að við séum kannski sjálf rasistar og margir bregðast við með því að hugsa ekki útí þetta af ótta við hvað þeir kynnu að komast að. Það gæti brotist út í öfgaumburðarlyndi til að vera “örugglega ekki rasisti”.

Eina leiðin sem ég held að við höfum til að díla við fordóma er að taka hverja pirringsábendingu sem upp kemur til skoðunar hjá þeim sem völdin hafa. Það ætti ekkert að vera að því að hafa sérstaka nefnd eða eitthvað álíka sem sér um þjóðfélagshópatengsl. Hvað er líklegt til að valda réttlætanlegum pirringi þegar nýr þjóðfélagshópur tekur að myndast? Afhverju er þetta ekki skoðað fyrst og því fólki sem fyrir er, gefinn kostur á að koma sínum hugmyndum á framfæri til að byrgja aðeins fyrir vanda sem kannski kemur ekki upp næstu árin. Þetta gæti stuðlað að því að hann kæmi aldrei upp. Hver veit. Ég held þetta hafi ekki verið nógu mikið reynt í tæka tíð í nágrannalöndum okkar. Það er ekki hægt að ætlast til átakalausrar aðlögunnar nýrra aðila í samfélagi nema með einhversskonar velvilja og þáttöku þeirra sem fyrir eru. Þetta á allt að vera á hreinu áður en fólkið kemur og það á að sjálfsögðu ekki að skilja innflytjendur eftir í einhverju limbói. Velmenntaðir tælendingar eiga að fá almennilega vinnu við sitt hæfi hér ef þeir fá leyfi til að flytja hingað. Sama gildir um spánverja, pólverja, palestínumenn…. Það hlýtur að vera hægt að koma með eitthvað kerfi á það, enda myndi það minnka fordóma og mismunun gegn þessu fólki mikið ef maður gæti ekki næstum verið viss um að fólk af öðrum uppruna en íslenskum og með annan húðlit en hvítan er að vinna við einhverja vinnu sem “íslendingar eru of snobbaðir fyrir” einsog maður heyrir oft. Hvað er málið með það?

Afhverju getur læknir ekki fengið vinnu í heilbrigðisgeiranum á einhverju stigi á Íslandi ef hann er frá annarri heimsálfu? Það þarf ekkert að láta hann vera með uppskurði, það er margt annað sem kemur til greina……. Mjög góð tungumálakennsla og aðstoð fyrir þá sem t.d giftast íslendingum og flytja hingað og eru vel menntaðir á að vera í boði svo þetta fólk fölni ekki í einhverju þunglyndi yfir að vera dæmt útfrá því að tala ekki fullkomna íslensku. Það er ömurlegt að það sé ekki hægt að treysta á að ríkið komi vel fram við maka manns í framtíðinni ef hann er frá öðru landi. Þetta eru hættulegir fordómar sem koma ekki frá einstaklingum heldur beinlínis frá Kerfinu sem stjórnar okkur. Með því að byrja á að laga svoleiðis er sífellt hægt að auka á umburðarlyndið og ánægjuna sem hægt er að hafa útúr því að búa í fjölmenningarsamfélagi. Leiðinlegt samt þetta með fjölmenningarsamfélögin ef maður bara þolir ekki annan húðlit en hvítan. En þá er Ísland, ef undan er skilið blá miðbærinn og Breiðholtið með sín kynþáttaátök, fínn staður til að búa á og áhyggjur af blöndun kynþátta óþarfar.

Eitt sem mér finnst að mætti alveg banna í þessu öllu saman er þetta með að karlar geti keypt konur af netinu eða frá öðrum heimsálfum ef þeir eru desperat og þurfa svo ekkert að sanna að þeir séu góðir við þær framar. Það er náttúrulega suddalegt og samfélaginu til skammar að þetta sé leyft með engu eftirliti. Lítur íslenska ríkið svo á að útlendar konur hætti að eiga skilið mannréttindi vegna þess að þær eru keyptar? Ég velti þessu fyrir mér, þetta er ógeðslegt venja sem er furðulegt að öllum er svona sama um þegar við hneykslumst útaf allskonar smáatriðum. Við hneykslumst útaf vændi og klámi. En kaup á konum og hugsanleg ill meðferð á þeim……. Það virðist hafa gleymst voða mikið útum allt að spá í henni.

Í raun er það ríkið sem er fordómafyllsta fyrirbærið á Íslandi. Það er ekki bara fordómafullt gagnvart útlendingum heldur ýmsum öðrum hópum líka einsog við vitum öll og finnum. En það er ekki hægt að búast við miklu af einstaklingum fyrren þeir ræða um kerfið sitt og aðferðirnar. Kerfið okkar er alltof lokað og liggur helst til óhreift miðað við breytingarnar sem nú væri við hæfi að gera á því til að byggja upp auðveldari aðstæður fyrir framtíðina. Nauðsynlegast er samt að ræða málin og líka að þeir sem fyrir eru í landinu sameinist að einhverju leyti í meirihluta um þau atriði sem þeir vilja alveg að sé bætt inní menninguna og önnur sem passa ekki og geta beinlínis valdið átökum. Það er mjög óeðlilegt að halda að blöndun/samvinna ólíkra hópi geti átt sér stað ef þetta er ekki gert (dæmi um success í því óskast).