Ég varð soldið fyrir vonbrigðum í gær. (27 Sept)
Þetta áhuga mál sem ég hélt að væri eina áhugamálið með viti sannaði sig annað í gær.
Þar sem grein var samþykkt af Stjórnanda.
Greinin innihélt kjaftæði og greinilega sá sem skrifaði hana hafði ekki hugmynd um það sem hann var að tala.
Þessi grein er um hnífstungu málið 1 Juní.
Las stjórnandi virkilega ekki það sem var skrifað?

Get ég sent inn grein um morðið á Önnu lindth og sagt það sem ég “Held” um það?
Gæti ég sent inn “Anna lindth fór niðrí bæ að rífa kjaft og hóta fólki þess vegna var hún stungin” og það yrði samþykt?

Ég sjálfur vildi ekki að umræðan um 1 Juní yrði svona stór einsog hún var.
En samt var hún í fréttunum dag eftir dag.
Það var alltaf verið að hringja í mig og biðja mig um viðtal.
Ég sagði nei og aftur nei.

Fólkið sem var þarna að slást átti heldur ekki skilið að vera stungið. Því enginn á það skilið.

En samt veit ég að fórnarlambið fær mikinn stuðning frá mörgum Íslendingum. Þeir sýna honum það þegar þeir hitta hann.
Hvernig vita þeir að hann var stunginn?
Ekki segir hann neinum það.
Hann vill bara halda áfram að lifa sínu lífi sem hann barðist hart fyrir.
Líf sem hann verðskuldar.
Það eru vinir hans sem segja öðrum vinum sínum í partyi.
Sem endar með því að þeir koma “Hejj sýndu honum stungurnar”
Og fólk er að búast við stungum. En það sem það sér eru ekki stungur.
Þetta eru stórir skurðir sem voru stungnir inn í fórnarlambið og skorið.
Svo segir hinn gaurinn hissa.
“Vááá þú ert hetja mín og ekki bara mín hetja heldur margra annara.
Þú sýndir þessum hermönnum að þú værir meiri maður en þeir.
Mér fynst þetta bara flott hjá þér að standa bara upp hrista þetta af þér og kæra þessa andskota”

Og svo hef ég skoðað það vel að maðurinn sem er ákærður hann slapp frá löggunum þetta kvöld. Og hann planaði allt hvað hann ætlaði að segja. Hann ákvað að taka fallið fyrir sig og vin sinn þar sem hann gat planað þetta allt.
En það sem hann planaði ekki var að drengur sem lá 7 tíma á skurðborði allan tíman nær dauða en lífi jafnaði sig.
Gekk útaf sjúkrahúsinu 10 dögum eftir að hann var stunginn.

Hann sem á sjálfur 2 útlenska vini í Keflavík varð ringlaður.
Átti hann að vera “Heimskur” og hata alla útlendinga?
Eða átti hann að hata 2 Hermenn.
Eftir að hafa huxað þetta mikið ákvað fórnarlambið að aðeins 2 menn eiga skilið hans hatur.

Svo leið tíminn.
Maðurinn er dæmdur.
Í 18 mánaða fangelsi.
Og hann á að borga fórnarlambinu 800.000 í miskabætur.
Aðal ástæða þess er því að hann sjálfur sagðist bara hafa stungið eina stungu. Og ekki var hægt að sanna að hann hefði gert eina af þessum 3 lífshættulegu.
Og þessir heimsku dómarar trúa honum.
Eftir allt sem Ákærði laug að dómurunum þá ákvöðu þeir samt að trúa honum að hann stakk eina stungu en ekki fleirri.
Ég sjálfur veit að hann stakk 2 stungur. Og hinn stakk hinar 2
5 Stungan er meira skurður en stunga. Sem fór í lærið.

Og svo er komið að deginum í dag og fórnarlambið verður aftur ringlaður. Á hann að hata þessa 2 kana eða á hann að hata Íslenska ríkið.
Áður en slagsmálin byrjuðu var hringt allavega 3 eða oftar í Lögreglu en lögreglan ákvað að gera ekkert.
Hefði löggan verið að vinna sína vinnu væri ekkert fórnarlamb.
Og hefði lögreglan í hliðinu uppá velli verið að vinna sína vinnu þá hefði enginn af þessum könum komist með ólöglega hluti af vellinum.
Lögreglan í hliðinu er þarna til þess að koma í veg fyrir að ólöglegir hlutir fari af vellinum.

Ríkið sveik fórnarlambið tvisvar.
Svo er dómurinn brandari.
Er það ekki þriðja svikið?

Og svo vogar fólk sér útí bæ að tala ílla um fórnarlambið á netinu án þess að hafa hugmynd um það að þetta er ekki honum að kenna.
Ef einhverjum á að kenna um er Íslenska ríkinu og tveir hermenn sökudolgarnir.

Og svo er annað fyndið við þetta.
Fórnarlambið ákvað að gefa hernum kjaftshögg með því að fara í einkamál gegn hernum og sýna þeim að við Íslendingar látum ekki svona hluti komast upp.
En samkvæmt lögum frá árinu 1951 þá ber Íslenska ríkið ábyrgð á öllu sem hermennirnir gera við okkur.
Ef hermennirnir ákveða að labba niðrí bæ með byssur og skjóta okkur þá er það okkur að kenna.

Öll vitum við að bæturnar í peningum er eina sem skiptir máli í svona málum. En Íslenska ríkið er alveg sama. Íslenska ríkið er nákvæmlega sama um sína þegna. Svo lengi sem þeir eru að græða.
Og ég enda þetta með eina spurningu.
Er hægt að fara í einkamál gegn Íslenska ríkinu?
Fyrir það að fórnarlambið er að borga skatta, Laun í vasa Lögreglu manna sem gerðu ekki sína vinnu?
Er það ekki Íslenska ríkið sem á skilið kjaftshöggið?