Nýrri könnun sem sýnir að ungir Íslendingar vilja út er nú slegið upp, og það er eins og þetta sé eitthvað nýtt og sjokkerandi. Þeir sem eru sjokkeraðir eru örugglega af þeim óþolandi hópi sem þarf alltaf (oft í glasi) að vera að telja upp við hvað Íslendingar séu rosalega framarlega á öllum sviðum.

Er eitthvað nýtt í þessu ? Nei, Íslendigar hafa alltaf sótt út þegar þeir gátu alveg frá því þeir numu land, ætli við séum ekki með þetta í blóðinu. T.d. Fór pabbi í nám og vinnu í BAN í stríðinu og ég og systkyni mín hafa fylgt í kjölfarið en öll höfum við skilað okkur aftur þrátt fyrir græn kort. Það vekur reyndar athygli margra hvað margir Íslendigar sækja heim eftir nám þrátt fyrir góða atvinnumöguleika, sérlega eru Kanarnir gáttaðir að fólk vilji yfirgefa paradísina BNA.

Líklega eru það sterk fjölskyldubönd sem gera það að margir snúa heim, en líka það að þegar fólk þroskast þá fer það að skylja að það er í raun gott að búa á Íslandi þó ýmsir séu gallarnir auðvitað. Það sýndi sig í sumar að það er gott að vera á landi þar sem svalir vindar blása og nóg af hreinu vatni, bæði köldu og heitu. Húsin okkar eru hlírri en gengur og gerist víðasthvar, vinur minn í Skotlandi þarf stundum að vera kappklæddur í rúminu til að halda lífi á veturna. Svona mætti lengi telja.

Aftur á móti þurfum við að fara að taka til í ruglinu í þjóðfélaginu, agaleysinu, ruddaskapnum, vímuefnanotkun og meðfylgjandi ofbeldi. Höldum Íslandi hreinu á öllum sviðum !