Blóðugir demantar ! Ein vinkona mín gifti sig í vor.

Eins og hefð er á Íslandi höfðu þau skötuhjú verið trúlofuð í nokkur ár og gengið með trúlofunarhringa sem breyttust í giftingarhringa á stóra deginum.
Sumar Íslenskar konur fá demantshring í morgungjöf frá manninum til að bera með giftingahringinum, eða að trúlofunarhringinum er breytt og demantur settur í hann.
En aðspurð frá okkur vinkonunum hvernig þetta yrði hjá þeim, fengum við það svar að maðurinn hennar neitaði að gefa henni demanta.
Við í hégóma okkar vorum felmtri slegnar og spurðum að sjálfsögðu hvers vegna og fengum þá skýringu eina að það væri eitthvað vegna þess að hann teldi það rugl og vitleysu vegna þess að demantar væru “overvalued” vegna þess það væri eitt stórt fjölskyldufyrirtæki sem stjórnar ¾ hluta af demantaviðskiptum í heiminu.
Meira vissi hún ekki.

En ég er forvitin kona, og gat ekki látið við þetta sitja.
Svo næstu dagana sat ég á netinu og inn á bókasafni að lesa mér til um demanta og allt sem þeim tengist.
Og það sem ég komst að var sjokkerandi, svo vægt sé til orða tekið.

Demantar eru í huga margra tákn um ást og eilífa tryggð, enda erum við flest grunnhyggin og reynum að hugsa ekki mikið um hvað liggur á bak við þann munað sem við höfum.

Það er nefnilega ekki nóg að það sé rétt að demantaverði sé haldið háu með valdníðslu og einokun, heldur er ferill demantsins frá demantanámunni og í hring brúðarinnar oft blóði og þjáningum drifinn.

Jú - það var rétt að yfir 70% af demantaviðskiptum í heiminum er stjórnað af DeBeers fyrirtækinu.
Jú - eins og með flest það sem við kaupum á okurprís og snobbum fyrir er með lágt framleiðslugjald og á meðan stór meirihluti demanta er námaður í Afríku þar sem aðbúnaður og kjör námumanna er hræðilegur og stór hluti þeirra eru börn og stærsti hluti þessara óunnu demanta eru svo slípaðir í Indlandi og Pakistan af verkamönnum með sambærilega léleg kjör og heildarkostnaður við framleiðslu á demanti er ekki nema agnarbrot af því sem hann er svo seldur á til neytandans.
Jú - það er víst ekki hægt að nota afsökunina fyrir verðinu að þó framleiðslukostnaðurinn sé lár þá sé þetta takmörkuð auðlynd því það er víst sagt að það sé til nóg af demöntum í heiminum til að allir í heiminum (300 milljarðar manns) gætu átt könnu fulla af demöntum.

En það er ekki það sem ég ætlaði að fjalla um í þessari grein, þó margt í verslunarferlinum sé ósiðlegt og margt í framleiðsluferlinum sé með þrælkunarbúðir stimplað á sér, allt frá “venjulegum” stritstöðvum og yfir í skipulögð mannrán eða skuldaþrælkun.

Heldur ætla ég að einbeita mér að því sem hefur fengið á ensku nafnið “conflict diamonds” eða “blood diamonds”.

—————————————– —-

Blóðugir demantar eru óslípaðir demantar sem eru námaðir á svæðum þar sem er stríð og óeirðir og eru notaðir til að fjármagna vopnakaup sem viðheldur þessum óeirðum, bæði af völdum grimmra uppreisnarhópa og jafn grimmra stjórnvalda sem virða mannslíf og mannréttindi að engu.

Oft á tíðum eru þessar baráttur einmitt háðar um svæðin sem demantanámurnar eru á og eru borgarastyrjaldirnar í Angola, Sierra Leone, Kongó, þekkt dæmi.

Í Kongó einni hafi 2,5 milljón manns látist í styrjöldum yfir demantanámum.

500 milljónir manns hafa látist í borgarastríðum í Angola og UNITA, byltingarsinnar þar græddu tæpa 4 milljarða $ í demantasölu á síðasta áratug, sem fór allt í vopnakaup.

Áratugar langt borgarastríð í Sierra Leone's hefur sett landið á botninn á lista Sameinuðu þjóðanna um lífsgæði, en samt er landið fljótandi í demöntum og stríðsaðilarinir hafa selt demanta fyrir mörg hundruð milljónir dollara til að fjármagna vopnakaup sín.

Hundruð þúsunda hafa verið drepnir þar eða limlestir. En það er mjög vinsælt á þessum stöðum að höggva hendurnar af fólki, en stór hluti þjóðarinnar allt niður í 2 ára börn eru handalaus eftir þessi ósköp.
Bæði fólk sem var á röngum stað á röngum tíma, áætlað að séu fylgjendur andstæðingsins eða hafa verið hnepptir í þrældóm til að vinna í demantanámum þessara ógnaraðila eða hnepptir í þrældóm og dópaðir til að berjast fyrir þá.

Skoðið endilega þessa Flash-mynd frá AI um þessi mál :
http://web.amnesty.org/diamonds/flash.html

Mörg fyrrverandi hermannabörn hafa sagt sögur af því að þau hafi verið neydd til að drekka áfengi og nota eiturlyf til að auðveldara væri að gera drápsvélar úr þeim.
Meðal eiturlyfja sem notuð voru amfetamín og kókaín og ef þau neituðu að taka þau voru þau barin eða drepin.
Mörg börnin urðu morðóð af þessum lyfjum og voru tilbúin til að gera hvað sem er, einn 16 ára piltur var meira að segja þekktur fyrir að skera hjartað úr fórnarlömbum sínum.

Einnig er talið að hryðjuverkasamtök eins og Al-Queda fjármagni stóran hluta af sínum vopnum með smygli á blóðdemöntum


Skiptar skoðanir eru á því hve stór markaðshluti demanta eru blóðdemantar en þar sem stærsti hluti óunninna demanta koma einmitt frá Afríku þá hafa heyrst tölur allt upp í 25% af demöntum á markaðinum séu blóðdemantar.


The Kimberley Process er alþjóðlegt samráð um bann á sölu á blóð-demöntum.
70 þjóðir og Sameinuðu þjóðirnar undir viljayfirlýsingu um þetta fyrir 3 árum síðan, en lítið hefur borið á að farið sé eftir þessu, því reglurnar eru ekki nógu skýrar, og margir eru tilbúnir til að beygja lögin til þess að geta grætt meira.
En er mjög sjaldgæft að hægt sé að fá vottorð um að demanturinn sem maður kaupir sé ekki blóðdemantur, flestir skartgripasalar vita ekkert um hvaðan demantarnir þeirra koma og er líklegast mörgum hverjum sama.
Ónefndur Belgískur demantasali sagði í viðtali að ef honum byðust ódýrir demantar, þá myndi honum að sjálfsögðu gruna að um væri að ræða blóð-demanta, en myndi hann afþakka að kaupa þá ?
Hann héldi ekki, því hann væri í þessum bissness til að græða.
Einnig hefur WTO (world trade organination) verið þessum sáttmála þrándur í götu þar sem viðskiptabann á þennan hátt samræmist ekki hugsjónum þeirra um heimsvæðingu og frjáls viðskipti. Þeir hafa reyndar samkvæmt frétt frá því í vor fallist á að gera undanþágu með þessi viðskipti.

Svo nú er restin eftir þjóðunum og viðskiptaaðilunum og samfélaginu komin.
Viljum við kaupa demanta sem voru höggvnir ásamt höndinni af lítilli stúlku í námu í Afríku ? Eða demantana sem notaðir voru til að fjármagna 11.sept ?
Eð viljum við ekki frekar fá sönnun um að demantarnir okkar séu “hreinir” demantar en ekki blóði drifnir ?

Þetta eru sorglegar og sjokkandi staðreyndir um demanta og hömlulausa græðgi og grimmd mannsins.
Lönd sem vaða í auðlyndum selja þær til að framleiða vopn og drápsvélar og vestræn lönd notfæra sér þetta samviskulaust til að græða sem mest.
Og við, neytendurnir lokum augunum og viljum ekki sjá…

Ég verð í lokin að taka undir orð Mary Wortley Montagu :

“I prefer liberty to chains of diamonds.”


P.S.
Þetta er veigamikið efni og alls ekki hægt að greina frá öllu hér í stuttu máli svo þeir sem hafa áhuga á frekari lesningum vil ég benda á :

Diamond: The History of a Cold-Blooded Love Affair : Matthew Hart

http://www.witness.org/
http://web.amnesty.org /diamonds/index.html
http://www.amnestyusa.org/diamond s/
http://www.un.org/peace/africa/Diamond.html
http:/ /www.onesky.ca/diamonds/about.html
http://www.woaafric a.org/DiamondEdMaterials.htm
http://www.thirdworldtrav eler.com/Africa/Death_Diamonds.html
http://www.african front.com/bloodgems.php
http://www.commondreams.org/vi ews02/1210-07.htm
http://gbgm-umc.org/umcor/stories/do youknow.stm

Ekki um blóð demanta en um börn sem vinna við demanta :
http://www.anti-slaverysociety.addr.com/diamonds.htm
http://teacher.scholastic.com/scholasticnews/indepth/ child_labor/indonesia/index.asp?article=about