Ég hef að undanförnu horft á Huga fólkið skjóta niður Meistara Bush allveg hingað og þangað miskunarlaust, og ætla hér með að leggja mitt að mörkum að gera slíkt hið sama. :)

Fyrstu mánuðina sem Meistari Bush var í embætti áorkaði hann meiru en flestir fyrirverar hans. Og jafnvel þótt lengi væri leitað, held ég að það yrði erfitt að finna svona rosalega duglegann mann.
Listinn af afrekunum hans miklu fyrstu mánuðina í embætti er hreint og beint langur og stórfenglegur.

Hann:

Skar niður ríkisstyrki til bókasafna um 39 milljón dollara.

Skar niður ríkisstyrki til endurmenntunar sjúkraþjálfara um 35 milljón dollara.

Skar niður styrki til rannsókna á endurvinnanlegum orkustofni um 50%.

Seinkaði reglugerð um að minnka “ásættanlegt” magn arsenik í drykkjarvatni.

Skar niður styrki til rannsókna fyrir hreinni og betur nýtanlegum bílum og vörufluttningabílum um 28%.

Sagði BNA úr 1997 Kyoto protocolinu, sem var og er samkomulag til að minnka meðal annars gróðurhúsáhrifin, sem síðan 178 lönd skrifuðu undir.

Hafnaði alþjóðlegum samningum síðan 1972 um bann á sýklavopnum í stríði.

Skar niður styrki til endurmenntunar almennra starfsmanna um 200 milljón dollara.

Skar niður hálfann MILLJARÐ dollara til náttúruverndar.

Skar niður um 86%, styrki til Samfélagshjálparinnar (Community Access Program), sem aðstoðar fólk sem ekki hefur heilbrigðis tryggingu, að komast til læknis þegar þess þarf.

Hefur hótað að loka AIDS skrifstofum Hvíta Hússins.

Neitar að veita námsstyrki til fólks sem hefur lítilsháttar eiturlyfjabrot á skrá. (Samt geta dæmdir morðingjar og nauðgarar fengið þessa námsstyrki.)

Hefur fengið í gegn skattalækkanir sínar, sem 43% fara beint til 1% ríkustu manna í BNA.

Skar niður fjárveitingar til barnaverndar um 15.7 milljón dollara.

Stakk upp á því að loka “Reading is Fundamental” prógramminu, sem gefur bækur til fátækra barna.


Vá… maður verður bara þreyttur að telja þetta upp….
Hvar fær maðurinn alla þessa orku??? Og ekki batnar það þegar maður veit að þetta er bara toppurinn á ísjakanum. Svo eftir þessa fyrstu mánuði… og svo byrjunin á þessu ári. Listinn er botnlaus.

Ég segi… í næstu kosningum, þá eiga BNA að kjósa Bush. Lengi lifi kóngurinn!

Kveðja,
Niflinn.


Heimildir:
Boston Globe, Sarasota Herald Tribune, New York Times, Washington Post, Associated Press, www.opensecrets.com , www.sacbee.com/voices/national/ivins/ , www.smirkingchimp.com og www.bushwatch.com