Mér datt þetta svona í hug vegna undarlega harðrar afstöðu hans í máli hermannsins sem var handtekinn vegna Hafnarstrætismálsins, þar sem hann brýtur þá hefð að Kanarnir fái að refsa sýnum mönnum sjálfir. Hann er búinn að koma af stað milliríkjadeilu á versta tíma í samskiptum þjóðanna.

Maður veit ekki hvort maður á að hlægja eða gráta yfir vandræðagangi rikisstjórnarinna í samskiptunum við Bandaríkin, hver höndinn upp á móti annari um það hver eigi að ráða þessu, en sam komi þetta ekkert Herstöðvarmálinu við. Þetta eru sömu lygarnar og blekkingarnar eins og þegar þeir halda fram að vera flughers BNA hafi ekkert með atvinnumál og flugvöll að gera.

Þó að megi segja að BNA hafi komið fram að talsverðum hroka í þessu máli, eins og víðar þar sem þeir drepa niður fæti, þeir virðast ekki þurfa lengur á vinum að halda. En svo má líka segja að BNA menn hafi fulla ástæðu til að gefa okkur langt nef eftir að hafa verið óvelkomnir og illa liðnir (sbr. Hafnastrætismálið) en samt blóðmjólkaðir í gegnum Kalda stríðið.

Henry Kissinger sagði í endurminningum sínum að ef að hann endurfæddist þá vildi hann verða forsætisráðherra dvergríkis eins Íslands sem væri í aðstöðu til að kúga risaveldi valdatafli stórvelda. Þetta lýsir hve mörgum í Washington ofbauð græðgi Íslendinga en samanber “Aronskuna” þá vildu margir Íslendingar enn meiri peninga fyrir.

Davíð og Dóri hafa örugglega verið ferlega hissa yfir þessari ákvörðun BNA eftir að hafa lagt lið í herförinni til Írak, það var að vísu gert grín af þeim stuðningi í sjónvarpi, enda var öll aðstoðin prentað nafn Íslands á einvherjum lista. Í umfjöllun í The Economist nýlega um Norðurlöndin sagði blátt áfram að Ísland færi einfaldlega eftir því sem BNA segði.

'Eg get ekki verið stoltur af því að vera Íslendingur(þó ég elski landið en ekki þjóðina) og það liggur við að ég voni að herinn fari alfarið og þá falla “Potmekin tjöldin” og þá mun sjást að þessi fullyrðing um hið sjálfstæða Ísland er blekking ein, við höfum alltaf verið “sattelite state” BNA og gagnvart sjálfum okkur algert bananalýðveldi. Við ættum að heita “Grínland”.

Kv,

IDF