Hvað er málið með þá? Ég persónulega ekkert á móti hugtakinu femínisma/jafnréttindum
en mér finnst þetta of langt gengið varðandi allt þetta.
Þeir eru á móti klámi, undirfataauglýsingum og tískusýningum og mörgu þess líku sem konur gera viljandi.
Ég talaði við einn femínista sem var að gefa það í skyn að konur ættu að vera með risa bumbu, fellingar í andlitinu og
stutt hár. Þetta á ekki við alla femínista, sem betur fer.

Það er eitt atriði í íslenskum lögum sem segir það að ef kona og karl með sömu reynslu myndu sækja um sama starf hefði konan rétt á starfinu.
Hvernig haldið þið ef framhaldsskóli og háskóli væru skilda(myndi aldrei vera :)). Þá væri sko ekki gaman að vera karlmaður…
Og hvernig haldið þið að Ísland væri ef Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og hennar femínistafélagar væru við völd?
Karlar mættu ekki neitt! Ég meina “Kjóstu mig, ég er kona” auglýsingin hennar er eitt það asnalegasta sem ég hef séð lengi.
Þetta er í rauninni farið að ganga útí öfgar, jafnréttindi væru fín en þetta er ekki gott!
Banna klám því konur eru naktar? Eru karlar ekki líka naktir þar? Banna undirfata auglýsingar af því að konan þarf að sitja fyrir hálfnakin? Banna tískusýningar því konurnar eru að fara “illa með líkamann sinn”?
Þetta er orðið rugl!

Hvernig væri ef (allir) femínistar færu í raun og veru að spá í jafnrættindum?
Kveðja AlmarD,
næsti einræðisherra Nammilands.