Samkvæmt stefnuskrá nýstofnaðs femínistafélags Íslands er ætlunin að vinna gegn ofbeldi á móti konum og í einu stofnávarpinu er meira að segja hvatt óbeint til þess að femínistar taki málin í sínar hendur gagnvart meintum nauðgurum. En fleira er skilgreint sem ofbeldi gegn konum þar með talið mansal, vændi, klám og ofbeldi gagnvart konum og börnum. Ég get að mörgu leiti tekið undir þetta. Ljóst er að engin vill verða fyrir mannsali eða ofbeldi, en er það útilokað að sumar konur geti hugsað sér að stunda klám eða vændi af fúsum og frjálsum vilja og án neyðar. Ef svo er af hverju er verið að meina viðkomandi að gera það? Er það betra fyrir þær konur sem hugsanlega vilja stunda þetta að þetta sé ólöglegt. Er ekki ennfremur bara verið að auka á eymdina hjá þeim sem hugsanlega neyðast út í þetta og þar með valda þeim meiri hugarangist með því að þrýsta þessum iðnaði neðanjarðar, Þar sem að engin lög eða reglur ná yfir hann.
Það er ennfremur fráleitt að berjast eingöngu gegn ofbeldi gagnvart konum og börnum. Verður þá ekki að skilgreina þann aldur sem að leifilegt verður að beita karlmenn ofbeldi, er það við sjálfræðisaldur eða fyrr.
Nafnið femínisti er ennfremur eitthvað sem að fær mann til að setja spurningamerki við takmarkið. Eða felur nafnið sjálft ekki í sér mismunun eða myndi margt jafnréttissinnað fólk kalla sig masculinista. Ég nefnilega leyfi mér að efast um það. Auk þess er málflutningur eins og að hvetja til beinna aðgerða gagnvart meintum ofbeldisseggjum lítið annað en ofbeldi gegn karlmönnum þar sem að það er ekki beint uppbyggjandi fyrir sjálfsmynd karla að tala nánast eingöngu um þá í neikvæðu samhengi. En því miður eru margir femínistar sem að sjá ekki neitt athugavert við það.
Þetta gerir mér og mörgum jafnréttissinnum erfitt að taka undir málfutning femínista. Það hlýtur að verða til þess að tefja jafnréttisbaráttuna þar sem það fækkar þeim sem leggja sitt lóð á vogarskálarnar.