Ég var að keyra í vinnubílnum mínum í dag og var með kveikt á útvarpinu, sem er nú ekki í frásögu færandi, nema hvað þar er spjallþáttur með einhverri konu að tala við hlustendur( útvarp Saga). Umræðuefnið er reykingar og það hringir inn einhver kona og fer að verja reykingamenn og að tala um mannréttindabrot á reykingafólki. Ég veit að það er ekki fallegt að tala illa um fólk sem getur ekki svarað til baka en hvað er að? Hvernig dettur einhverjum það í hug að verja eitt helsta heilsufarsvandamál samtímans og að tala um það sem sjálfsögð mannréttindi? Eitt það versta sem ég sé í umferðinni er fólk að strompreykja með börnin afturí. Svo að ég tali nú ekki um óléttar konur að reykja- það ætti nú bara að setja þær í fangelsi fyrir refsivert athæfi og vanrækslu á ófæddu barni.
Svo fór hún að kvarta undan því að reykingafólk væri úthýst á vinnustöðum eins og landsspítalanum- þetta er heilbrigðisstofnun for crying out loud. Fólk þarf ekki að reykja í vinnunni. Það getur notað plástur eða jórturleður nú eða bara hætt.
Nú svo fór hún að væla um að reykingafólk væri skattpínt og öllum væri sama þó að troðið væri á þeim á sama tíma og verið væri að ræða um að fara selja áfengi í verslunum sem væri nú ekkert betra en reykingar- og að maður gæti jafnvel keyrt eftir að hafa reykt tvo pakka af sígarettum. Já, um leið og þú ert búinn að æla öllum innöflunum.
Ef að það hefur einhver skoðun á þessu máli þá er þeim sama velkomið að tjá sig um það hér á eftir.
Kveðja, Gargantúi