Hvað er að gerast á huga!!!! Þessu hef ég verið að velta fyrir mér í langan tíma, hvað er að gerast á þessari síðu.
Maður gerir ekki annað en að sjá rugl og leiðindi hvað eftir annað, skítköst og fólk að rakka aðra niður í svaðið fyrir ekki neitt.

Til dæmis þegar fólk er að leggja í það að skrifa greinar þá koma einhverjir óþroskaðir einstaklingar og eru með skítköst og leiðindi og gera hvað sem er til að brjóta manneskjuna niður. Þeir hafa ekkert gott um greinina að segja og eyðileggja fyrir öðrum ánægjuna að lesa greinarnar.

Annað hvort er sett út á hvað greinin er um eða stafsetninguna í henni, þýðinguna eða jafnvel er sett út á skoðanir fólks.

Allir hafa rétt á að hafa sínar skoðanir og öllum er heimilt að skrifa greinar á Huga.is (allavega seinast er ég vissi)
Það er ekki notendanna mál hvort að greinin eigi heima á einhverju áhugamáli, heldur er það mál adminanna, ef að þeim finnst greinin eiga heima inni á huga þá á fólk ekki að vera með skítkast yfir því að hún eigi ekki heima þarna því að hún hefði ekki verið samþykkt ef að admininum hefði ekki fundist eitthvað í hana varið.

Svo gerir maður ekki annað en að sjá korka eftir óþroskaða bj*lfa sem finnst gaman að ofnota hlutina og eyðileggja fyrir öðrum og pirra aðra, þá komum við að skítkastinu á korkunum, fólk má liggur við ekki lengur gera korka þá er sagt að það séu stigahórur.

Nú legg ég það undir ykkur Hugarar, hvernig væri að við myndum reyna að fullorðnast aðeins og reyna að vera vinir.

Endilega komið með ykkar hugmyndir hvernig við getum gert Huga.is að ennþá betri síðu en hún er nú þegar.