Svo hljómaði fyrirsögn DV í dag(þriðjudaginn 10. júní),
Magnús Árni Magnússon lagði til þess að íslendingar taki sjálfir við vörnum íslendinga með aðstoð bandaríkjamanna.
Bandaríkjamenn hafa áður aðstoðað smáþjóðir með stofnun hers en það hefur reyndar yfirleitt alltaf verið gert í gróðaskyni og þá misgóðum afleiðingum(Írak t.d.). En fyrst þeir vilja hætta vörnum íslands, hví þá ekki aðstoða okkur til að halda uppi okkar eigin vörnum þar sem að við erum sjálfstæð þjóð eða a.m.k. að styrkja okkur rétt eins og þeir hafa styrkt aðrar þjóðir.
Jafnvel þó að það sé engin “yfirvofandi” hætta á innrás á Ísland þá veit maður aldrei hvað getur gerst. Þar að auki held ég að her gæti vel hjálpað við að sporna gegn atvinnuleysi, það er fullt af góðum starfskrafti atvinnulaus sem gæti vel gengið í herinn. Kostir; Borgað, styrkist bæði líkamlega og andlega, lærir ýmislegt nothæft. Ókostir; Þarft að gera árasamning (2 til x mörg ár). það eru svo líka þessir atvinnulausu sem eru atvinnulausir af því að þeir nenna ekki að vinna. (þekki of marga þannig :/)

En eitt veit ég fyrir víst, ef að það yrði komið Íslenskum her fyrir þá myndi ég vafalaust ganga í hann.