X-KYNSLÓÐIN
Við erum kynslóðin sem fékk allt upp í hendurnar, eftir strit og baráttu foreldra okkar.
Við erum kynslóðin sem þekkjum ekki stríð, vorum alin upp á Coca-puffs í morgunmatinn og kók og pizzu á kvöldin.
Við erum kynslóðin sem munum ekki eftir því þegar það voru ekki allir sem gátu farið í framhaldsnám og skiljum ekki að einu sinni höfðu starfsmenn engin réttindi á vinnustöðum.
Við erum kynslóðin sem er alin upp á Hollywood-bíómyndum og þeim fyrirmyndum og gildum sem þar er hempað á.
Við erum kynslóðin sem höfum frá því við munum eftir okkur ætlað að verða rík, ríkari, ríkust og það á sem stystum tíma.
Við erum kynslóðin sem bröskum með hlutabréf, stofnum einkahlutafélög, seljum líftryggingar, setjum upp veffyrirtæki, förum í internet-marketing gróða brask og seljum herbalife. Allt til að verða rík sem fljótast.
Við erum kynslóðin sem kaupum okkur tískuföt fyrir tugi þúsunda, sportbíla og jeppa fyrir milljónir og penthouse ibúðir í Skuggahverfinu fyrir tugi milljóna, allt á Visa-rað og með lánum hjá SPORN eða Glitni. Allt til að líta sem best út í augum annarra.
Við erum kynslóðin sem fer til útlanda mörgum sinnum á ári, borðum úti á flottum veitingastöðum nokkrum sinnum í mánuði, en getum samt ekki borgað víxlana okkar.
Á meðna foreldrar okkar sem eru í raun mikið efnaðri en við borða bara úti 2 á ári.

Við erum kynslóðin sem á ekki neitt nema skuldir og við tökum lán til að borga lánin okkar. En það gengur allt út á lúkkið svo við höldum áfram að þykjast vera rík.

Við erum kynslóðin sem er svo langt leidd í gróðabraskinu að við gleymum öllum siðferðislegum gildum og ef í harðbakkann slær setjum við bara fyrirtækin okkar á hausinn og leyfum starfsfólkinu, byrgjunum og lánadrottnurunum að sitja í súpunni.
Svo störtum við nýju fyrirtæki.
Við erum kynslóðin sem er svo langt leidd í gróðabraskinu að við gleymum líka lögum og reglum og stelum milljónum frá fyrirtækjum sem hafa treyst okkur í ábyrgðarstöður hjá þeim.
Við erum kynslóðin sem sitjum og grátum þegar handrukkarar tæma húsið okkar, húsið okkar er boðið upp og löggan mætir með handtökuheimild.

Við erum X-kynslóðin.