Ég var að horfa á 60 minutes í gær og þá var verið að tala um þjófnað í söfnum í Írak og sagt frá hverju hefði verið stolið úr óvörðum söfnum eftir fall stjórnar Husseins.
Jafnvel þó að þjóðhöfðingjar og þekktir sagnfræðingar höfðu beðið Bush stjórnina um að vernda þessi söfn sem voru full af ómetanlegum forngripum, svo sem: Fyrsta hjólið og elsta rit heims sem rekja má aftur til tíma Messapótamíu.

En hermenn bandamanna gátu enganveginn komið í veg fyrir þessa glæp gegn sögu mannsins og þar af leiðandi glæpi gegn mannkyni, enda voru þeir önnum kafnir við að vernda olíuborsvæði og skjóta á fréttamenn (Þá meina ég þegar þeir vísvitandi skutu á hótel sem var fullt af fréttamönnum.)

Núna eru þessir forngripir komnir á svartan markarð um allan heim og ríkir safnarar geta þessvegna keypt sér brot af menningarlegri sögu heimsins fyrir slikk.
Mér fiinst fáránlegt að bandarískir ráðamenn ákváðu að setja olíuna fremst í forgangsröðina og hundsa algjörlega sögu mannkyns, og sögu þeirra.(Héltu þeir að íraskir glæpamenn myndu fara að fylla fötur af olíu og hlaupa á brott með þær)

Í dag líður mér illa að vita að hluti menningar minnar, þinnar og allra þeirra sem lifðu, lifa og munu lifa sé horfin og engin leið að vita hvar hún sé niðurkomin né heldur hvort hægt verði að finna hana aftur.

MesserSchmitt
“Öreigar allra landa sameinist !!!!!!!”