Fagnaðarlæti sett á svið í Bagdad Fyrir stuttu sáum við myndir af fólki dansa á götum Bagdad. Okkur var sagt að þetta væru íbúar borgarinnar að fagna falli Saddams Husseins. Nú er hins vegar komið í ljós að þetta var dansatriði sett á svið af hernámsliði BNA.

http://www.iraqwar.ru/iraq-read_article.php?article Id=2559&lang=en

http://www.iraqwar.ru/iraq-read_arti cle.php?articleId=2561&lang=en

Sýningin var færð upp á torgi í miðborginni. Þar var stytta af Saddami sem skriðdreki var látinn steypa af stalli og leikarar sýndu fögnuð með því að klifra upp á drekann og dansa í kringum hann. Á meðan þetta gerðist var torgið umkringt herliði BNA og á torginu sjálfu var aðeins lítill hópur leikara í borgaralegum klæðum, og nokkur fjöldi hermanna. A.m.k. einhverjir úr þessu leikaraliði höfðu verið fluttir til landsins með herflugvélum BNA nokkrum klukkustundum áður en sýningin hófst.

Þetta skýrir eitt smáatriði a.m.k: Blair og Bush hafa ekki farið stórum orðum um þennan atburð, til þess að verða ekki afhjúpaðir sem lygarar þegar og ef þetta kæmist upp.