Hvað er þetta með íslenskt skemmtannalíf! Það er ekki hægt að fara niður í bæ lengur með vinum sínum án þess að eiga á hættu að vera lamin! Hvað er að verða um íslenskt skemmtannalíf!? Eða hefur þetta kannski bara alltaf verið svona?
Ég fór að djamma í gær með nokkrum vinum mínum og bróður mínum og við fórum inn á Nelly's. Þar skiptumst við í nokkra hópa út um allann staðinn og ég fór niður á neðstu hæðina og var þar með einum vini mínum. Síðan dettur okkur í hug að kíkja smá út til að næla okkur í eitthvað að éta sem að við og gerum.
Þegar að við erum á leiðinni til baka hringir bróðir minn í mig og segist vera upp á slysó. Hann hafði verið laminn í klessu af einhverjum helvítis hálfvitum algjörlega að ástæðulausu.
Þannig var að hann var að dansa og einhver gaur var eitthvað að ýtast á dansgólfinu og ýtti bróður mínum heldur harkalega. Þá sagði bróðir minn: ,,hey geturðu aðeins passað þig?" en ekki með einhverjum derring. Þá bara fær hann hnefann í andlitið! hann grípur auðvitað um andlitið og spyr gaurinn hvur andskotinn sé að honum.
Þá kemur strax annað högg og 3 aðrir gaurar koma að hjálpa þessum helvítis ræfli! Þarna…inni á miðju dansgólfi hrinda þeir honum ítrekað í gólfið (bróðir minn reynir að sjálfsögðu alltaf að standa upp) og þeir lemja og sparka í hann! Sparka í hausinn á honum og bara í hann allann!
Bróðir minn hafði ekki séð þessa gaura vel og gat því ekki sagt til hverjir þetta voru. Vinir okkar voru einhverstaðar annarstaðar víst og sáu þetta ekki enda hefðu þeir auðvitað komið til hjálpar sem og ég sjálf!
Þegar að hann var búin að tala við dyraverðina (Athuga hvort að þeir hefðu séð eitthvað), sem að sögðu nú lítið og voru bara málinu afhuga,fór hann að fara upp á slysó þar sem að hann var hættur að sjá mem öðru auganu. Í dag er hann allur marinn og bólginn og það er bara hræðinlegt að sjá hann! Ímyndið ykkur bara að þetta hafi verið ykkar systkini og þá vitið þið hvernig mér líður!

Helgina þar áður var einn vinur minn líka lamin á Nelly's!
Síðan veit ég auðvitað um fleiri dæmi en of langt að tala um þau hérna.

Ég var skiptinemi í Canada og allan þann tíma sem að ég var þar (sem að var nú kannski ekkert það mikið en samt), heyrði ég ekki um slagsmál og varð því síður varð vitni af því!

Bróðir minn (þessi sem að var lamin) og systir mín búa í Danmörku og hafa aldrei lent í svona vandræðum þrátt fyrir allt vandræðafólkið þarna.

Hvað er að gerast með Ísland! Síðan er útlendingur ákkúrat að koma til okkar á morgun (sunnudag) til að vera hjá okkur um páskanna og þetta verður það fyrsta sem að hann sér! Lamin vinur sinn! Hvaða álit fær hann á þessu landi þegar að við segjum það að því miður sé Þetta ekki svo óalgengt? Hvað er eiginlega að fólki?

Og núna vilja kannski sumir koma með það innskot að svona gerist bara á Nelly's en það er bara ekki reynsla mín. Ok segið mér…er fólk sem að ég þekki svona rosalega óheppið eða eru fleiri að lenda í svona tilefnislausum árásum!??

Er það furða að mig langi til að flytja til Canada…alla vega ekki búa hérna!

Kveðja Alexei

p.s vona að það séu ekki miklar stafsetningarvillur hérna. Var eiginlega að drífa mig…
“No bastard ever won a war by dying for his country. He won it by making