Ég get varla annað sagt en að Djúpa Laugin seinasta
föstudag er skömm á alla íslendinga. Þennan umrædda
þátt sátu meðlimir Jackass gengisins fyrir spurningum
frá tveimur ungum stelpum sem augljóslega höfðu engann
áhuga né rétt á að vera þarna. Þessar stelpur sem komu
í þáttinn með fordóma og tíkarskap gagnvart Steve-o,
Ryan og Bam og hegðuðu sér eins og tvær 12 ára píkur.

Ekki nóg með það, hvað voru aðstandendur sjónvarpsþáttarins
að hugsa þegar þau völdu stelpurnar í þáttinn, datt þeim
ekki í hug að reyna bera allavega eitthvað af persónuleika
og siðferði þáttakendanna saman áður er byrjað er að taka
upp.

Svo er allt í einu tekið upp á því að bera fram svið án
nokkurar vitundar frá Jackass félögunum, þó svo að þeir
takið þátt í misgáfuðum athöfnum fyrir sjónvarpið eiga
þeir ekki þá virðingu skilið að fá að vita af þessum
amature sirkhús“stöntum” áður en þau eru framkvæmd.

Þessir menn eru gestir okkar, sama hvert almennt álit
almennings er á þeim og gestgjafar eiga engann rétt á
að bera þá fram eins og einhverja sirkústrúða undir
fölskum forsendur.

Aðstandendur Djúpu laugarinnar ættu að biðjast formlegrar
afsökunar á amatúrísku framferði sínu og vonum að
ísland muni ekki minnka í, áður fyrr góðu, áliti gesta okkar.

ArabStrap