Út um öll Arabalönd er fólk í miklu sjokki í dag vegna þess að fjölmiðlarnir
þeirra eru búnir að ljúga um gang stríðsins allan tímann. Í
einræðisríkjunum í kringum Írak hafa orð Lygamálaráðherra Íraks verið
tekin trúanleg og birt sem heilagur sannleikur.

Á meðan höfum við getað valið milli fjögurra enskumælandi miðla sem
sýndu allt aðra útgáfu af því sem var í gangi í miðausturlöndum. Sú útgáfa
hefur reynst vera rétt.

Fólk sem talaði um Al Jazzeera sem einhvern “óhlutdrægan miðil” sem
sýndi “hina hliðina” verður að reyna að skilja að það er ekki til “hin hliðin”
á sannleikanum.

Þetta hefur náttúrulega alltaf verið munurinn á lýðræðsiríkjum og
einræðisríkjum. Við virðum sannleikann. Einræðisherrann birtir það sem
honum þóknast. Vinstri menn hafa síðan alltaf verið tilbúnir að taka orð
einræðisherra allra landa trúanleg, hvort sem það var Stalín, Ceausescu,
Castro, Mao, Gaddafi eða nú síðast, fulltrúar Saddam.

Vinstri menn sem hafa síðan verið uppteknir við að grafa upp
lygaþvætting um Bandaríkin og Olíu og Vopnasölu hist og her á netinu
ættu kannski að draga örlítinn lærdóm af þessu því það er ekki oft sem
menn verða svona berrassaðir í lyginni og svona augljóst hvaða fjölmiðlar
það eru í heiminum sem segja satt og hverjir það eru sem ljúga í nafni
víðsýni.