Enn og aftur poppar þetta helvítis rugl upp hérna á huga. “Það er allt bannað á Íslandi og við eigum svo rosalega bágt af því að við megum ekki gera neitt. Þetta er ömurleg forræðishyggja.” Reynið nú einu sinni að rökstyðja mál ykkar. Það sem að kemur oftast upp sem dæmi um forræðishyggju og frelsisskerðingu eru eftirtalin atriði:

Bannað að kaupa vín í kjörbúðum. Kommon, er ykkur algerlega ofaukið að þurfa að fara í sérstaka búð til að kaupa vínið? Er það í alvöru talað mannréttindaskerðing að þurfa að gera ráð fyrir drykkjunni og þurfa hugsanlega að muna eftir því að koma við í ríkinu á leiðinni heim á föstudegi? Þetta eru hlægileg rök.

Bannað að boxa: Aðrir smámunir sem skipta ekki raunverulegu máli.

Reynið að nefna dæmi um eitthvað sem er bannað og skiptir einhverju máli. Hvar er frelsi ykkar til aðgerða raunverulega heft?

Forræðishyggja er vissulega í gangi á Íslandi en hún er bara falin í markaðskerfinu og þá sérstaklega í fjölmiðla og menningargeiranum. Er það til dæmis eðlilegt að framkvæmdastjóri sjálfstæðisflokksins sitji nú bæði í útvarpsréttarnefnd og stjórn Frjálsar fjölmiðlunar. Haldið þið að það hafi ekkert að segja um það hvernig fréttir eru skrifaðar í DV? Markaðshópaútvarp er hins vegar langbesta dæmið um slíka forræðishyggju. Þar er fólki einfaldlega stillt upp í hópa og sagt: karlmenn á aldrinum 15-26 (eða whatever) hlusta á svona tónlist. Síðan eru búnir til playlistar og keyrt á þeim endalaust. Umræðan um Radíó-X á Undirtóna-síðunum hérna á Huga eru gott dæmi um þetta. Þar segir Þossi t.d. að Radíó-X sé eina alternative útvarpsstöðin á landinu. Það er mín skoðun að sú stöð sé holdgervingur allra þessara markaðstendensa og sé allt nema alternative því það sem skiptir þá máli er ekki alternative menning heldur hlustun og vinsældir. Og þær eru búnar til með heví markaðssetningu á fyrirbærum eins og tvíhöfða og óskilgreindi athöfn sem er að “rokka.” Raunverulegt alternative útvarp myndi einmitt forðast spilun eftir lagalistum og leita uppi efni sem erfitt er að nálgast annarsstaðar og kannski ekki síst í sínu eigin landi. Og það er einmitt slík eftirhermustarfsemi sem drepur raunverulegt alternative eins og Hljómalind o.s.frv.

Það er markaðskerfið sem matar okkur og býr stöðugt til einvherjar gerfiþarfir og fólk er svo blint og upptekið af umbúðunum að það gleymir aðalatriðunum og fer að berjast fyrir smámunum eins og þeim að þurfa ekki að leggja lykkju á leið sína til þess að kaupa sér brennivín.

Í guðanna bænum hættið að væla um það sem ekki má. Við búum í landi þar sem menning er á tiltölulega háu stigi, tónlistarlífið blómstrar (nægir þar að nefna bönd og tónlistarmenn sem hafa náð góðum árangri erlendis og ekki síður harðkjarnarokkið íslenska, óperu og sinfóníuhljómsveit) skattar eru í meðallagi, velferðin er ennþá í sæmilegu lagi (að vísu er mörg hættumerki í þeirri deild), ríkisvaldinu er veitt sýnilegt aðhald í aðgerðum sínum (nýjustu dæmin eru samkepnnisstofnun og hæstiréttur) og einstaklingsframtakið blómstrar. Að halda því fram að við búum í bananlýðveldi eða haftasamfélagi er fyrst og fremst vanþekking og framtaksleysi þeirra sem rífa mest kjaft.