Fyrst: Já, ég styð stríðið í Írak en hefði viljað samþykki öryggisráðsins.

Ekki hætta að lesa hérna og senda inn lélegt flame.

Stríð bitnar alltaf á óbreyttum borgurum. Þetta er óhjákvæmileg staðreynd en ef óbreyttir borgara eru ekki skotmörk þá gerist það síður og þá af slysförum, farsóttum eða með “indiscriminate fire” t.d. sprengur ofl.
Þetta stríð sem er nú háð í Írak er margbrotið dæmi og þegar það hefur verið reiknað til enda sést að það borgar sig að fara þessa leið, bæði fyrir meirihluta íbúa Íraks og umheimsins.

Ógnarstjórn Saddams (sem er Sunni múslimi, meira seinna) er búinn að ríkja yfir Írak í (of) mörg ár og ef þú hefðir spurt hvaða íbúa arabaríkis sem er fyrir ári síðan hefðu þeir allir sagt hann vera illmenni. Núna er það Islam og almenn andúð á Ameríku sem keyrir nágrannalöndin í sinni afstöðu með honum, ekki maðurinn sjálfur.

Her Íraka sem fyrir stríðin ´90 var sá 4 stærsti í heimi, samanstendur af 375.000 manns. Þar af eru um 75.000 sérsveitamenn, (republican og elite republican guards), sem eru allir trúir Saddam og munu ekki gefast upp, núna eru um 120 sem halda bandamönnum frá Basra. Þeir sem hafa verið að gefast upp á síðastliðnum vikum eru conscripts og regulars sem eru menn kvaddir í herinn og almennir hermenn. Enn sem komið er hafa einungis nokkur þúsund gefist upp af þessum gífurlega fjölda.

“Frjálsir Írakar” sem búa erlendis og hafa tjáð sig um stjórnina eru allir sammála því að það sé betra fyrir hagsmuni Íraka að láta stríðin viðgangast og þá deyja óbreyttir borgarar heldur en að láta Baath flokkin sitja áfram við völd og láta fleiri deyja á lengri tíma.

Reikningurinn fyrir þetta stríð verður rosalegur, sama hvort sá reikningur komi frá Lockheed Martin fyrir Tomahawk, ($575.000 stykkið), eða slátrarans því að í urban skæruhernaði er mannfall gríðalegt og tækni leggst ekki jafn þungt á vogarskálarnar og hún gerir á opnum bardagasvæðum. Núna hefur Bush beðið þingið um $75.000.000.000 til að borga reikninginn sem er um 6.000.000.000.000 íslenskar krónur. Mig langar í 0.00000001% takk.

Þetta er þriðja stríð Íraks á 25 árum, 80-88 vs Írönum, áttu ekki upptökin en segjast hafa unnið stríðið. 90-92 vs Kúveit/Herjum bandamanna þeir áttu upptökin en aðdragandinn var meint misnotkun Kúveita á olíulindum sem liggur undir landamæri þeirra og samningur um samnýtingu var um. Þess á milli hafa þeir dundað sér við fjöldamorð, pyndingar, nauðganir og ofsóknir gegn sínum eigin þegnum, hvort sem það eru Kúrdar, Bedúinar, Shíta múslimar eða hans eigin trúbræður í Sunni. Sunni múslimar eru í minnihluta í Írak, ekki miklum samt og hafa Shítar nokkrum sinnum reynt valdarán vegna þess að þeirra rödd heyrist ekki á þinginu því stjórnarflokkurinn og sá eini löglegi er með aðskilnaðarstefnu gegn Shítum.

Saddam er illur og á sér ekki stöðu sem leiðtogi frjáls lands í nútíma samfélagi.

Ég vona að þessum átökum linni bráðlega og friður komist á í Írak.
p1mp.Roland