Stríðið í Írak hefur nú staðið í einhvern tíma, og eru landlönguliðar bandamanna nú komnir inn í landið og búnir að ná einhver smásvæði í sínar hendur. Írakar virðast veita meiri mótstöðu en búist var við, þó hermenn þeirra séu mun færri og með verri aðbúnað en bandamenn. Írakar munu væntanlega verjast áfram og ekki gefast upp svo auðveldlega.

Mannfall úr röðum Íraka hefur verið mun meira en hjá bandamönnum, og einnig hafa margir hermenn hafa gefist upp og þeir teknir sem stríðsfangar. En nú er ljóst að Írakar hafa einnig náð sínum stríðsföngum, fimm bandarískum hermönnum.

Á arabísku sjónvarpsstöðinni Al-Jazeera voru sýnd viðtöl við fangana, þar sem þeir sögðu nöfn sín og hvaðan þeir kæmu, og virtust óstyrkir (skiljanlega). Á stöðinni voru einnig sýndar myndir af líkum sem féllu í bardögum í Írak og annað álíka ósmekklegt. Rauði Krossinn og ýmis mannréttindasamtök gagnýndu birtingu myndanna og sögðu hana brot á Genfar-sáttmálanum. Bandaríkjastjórn lýsti einnig reiði sinni, og sagði að Írakar yrðu að fara eftir honum.

En hefur Bandaríkjastjórn einhvern rétt til þess að skipa öðrum þjóðum að fara eftir ákveðnum sáttmála, þegar hún sjálf gerir það ekki? Nei. Þetta kallast hræsni, og lýsir í einu orði það sem Bush og Rumsfeld eru: hræsnarar.

Meintir Talibanar, liðsmenn al-Qaeda og hryðjuverkamenn eru í haldi bandaríska hersins í herstöðinni í Guantánamoflóanum á Kúbu. Allir fangarnir þar voru hafa verið fangelsaðir án dóms og laga, og brotið á Genfar-sáttmálinn fullkomlega. Það sögðu mannréttindasamtök á sínum tíma, og segja enn.

En enn hundsar Bandaríkjastjórn sáttmálann heilaga með því að segja að fangarnir séu ekki venjulegir stríðsfangar, heldur eitthvað ennþá verra og að þeir ættu ekki skilið neitt betra. Þá skipti Genfar-sáttmálinn engu máli. En núna, þegar BNA þurfa á honum að halda til þess að geta sakað Íraka um hitt og þetta varðandi bandarísku fangana, þá fyrst er eitthvað að marka sáttmálann.

Bandaríkjastjórn talar um mikilvægi Genfar-sáttmálans og nauðsyn þess að virða hann, en fer samt ekki eftir honum. Hvílík hræsni.

kv.
miles.