Vísir.is birtir ályktun ungra framsóknarmanna um íraksmálið í dag:

http://www.visir.is/ifx/?MIval=frettir_btm&nr=1 35228&v=2

,,Saddam Hussein og ríkisstjórn Íraks hafa margbrotið vopnahlésskilmála frá 1991 og gegn fjölda ályktana Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um afvopnun frá þeim tíma. Á einhverjum tímapunkti er nauðsynlegt að grípa til aðgerða gegn þessum ítrekuðu brotum. Stjórn Sambands ungra framsóknarmanna telur hins vegar að ekki hafi verið reynt til fullnustu að ná fram friðsamlegri lausn í þessu máli og vopnaeftirlitssveitum Sameinuðu þjóðanna ekki verið gefinn nægur tími til starfa sinna, eins og komið hefur fram hjá Hans Blix yfirmanni vopnaeftirlitssveitanna.
Að auki hefði verið nauðsynlegt að ná fram fullri samstöðu meðal Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um hvers konar aðgerða skyldi grípa til gegn ítrekuðum brotum íraskra stjórnvalda.
Stjórn Sambands ungra framsóknarmanna harmar að hafið sé stríð í Írak án stuðnings Sameinuðu þjóðanna. Úr því sem komið er vonast stjórn SUF til að átökin í Írak verði skammvinn, án mikilla fórna og leiði til þess að harðstjórn Saddam Hussein fari frá völdum. Jafnframt lýsir stjórn SUF yfir ánægju með þá yfirlýsingu stjórnvalda að Íslendingar muni taka þátt í mannúðar- og uppbyggingarstarfi í Írak að átökum loknum."

Eins og sjá má segja ungir frammarar ekkert um að Halldór og Davíð skuli styðja ameríkana í þessum stríðsrekstri. Samt er það þeirra formaður sem er í eldlínunni. Aðrar ungliðahreyfingar hafa keppst við að lýsa sinni skoðun afdráttarlaust, en ungframmarar þora kannski ekki að vera á móti formanninum sínum. Eða, þora þeir kannski ekki að vera með honum???? Þvílíkur aumingjaskapur hjá þessum stuttbuxnadrengjum! Til hvers er svona lið í pólitík ef það getur ekki tekið á málum? Ég held það sé kominn tími til að lýsa frati á allan þennan flokk, þetta eru ýmist skíthælar eins og Halldór eða hreinir og beinir aumingjar.