veit ekki alveg með þetta, er frekar reiður þegar ég skrifa þetta.

En er ég að verða geðveikur eða taka aðrir eftir þessu líka, ætla Bandaríkjamenn að fella ríkistjórn Íraks (með öllum tilteknum ráðum) og koma upp einhverri sem þeir halda að virki. Allt í góðu með nýja ríkisstjórn í Írak, sem mætti reyndar komast á á annan hátt en ekki verður mér (mörgum) allt að óskum, en allavega, þeir halda að ef þeir komi nýrri ríkistjórn á í Írak þá geti þeir tryggt frið í miðausturlöndum?! Þeir geta það ekki! Það verða þá alltaf einhverjir sem eru óánægðir með ríkisstjórnina, og sannast þá enn einu sinni að stríð leiðir aldrei af sér frið. Hugsum okkur aðeins hvað Bandaríkjamenn gætu gert við allan þann pening sem þeir eyða í hervæðingu, hversu marga milljarða væri hægt að fæða?, hversu mörg þorp væri hægt að koma vatnsleiðslum til?, hversu mörg börn væri hægt að mennta?
Svo ætla Bandaríkjamenn líka að berjast gegn yfirvofandi hættu í Norður Kóreu, ætla Bandaríkjamenn að berjast gegn öllum ófriði í heiminum, losa okkur við hryðjuverk eins og þeir segja? En hvernig eru þeir að gera það? Með einu stóru hryðjuverki, því stærsta hingað til. Þeir tala um að mörg þúsund saklausra íbúa New York hafi látið lífin í hryðjuverkunum 11.september, ekki það að ég sé að styðja þau, en hvað hafa Bandaríkjamenn drepið marga saklausa íbúa í sínum hryðjuverkum? , já hryðjuverkum!
Sagt er að af öllum þeim peningum sem fari í hervæðingu í heiminum þá eigi Bandaríkjamenn helming þeirra útgjalda, hugsum aðeins um hvað hægt væri að gera margt gott með svona flugháum fjárhæðum.

-haraldu
-haraldur