Ég var að horfa á heimildarmynd áðan um útigangsmenn og annað fólk sem er oft á Hlemmi. Þetta lið var kolruglað og á við mikið vandamál að stríða. Það er alltaf fullt og þarf að sofa úti og hefur engan stað til að vera á nema Hlemm.
Ég skil ekki af hverju þessu fólki er ekki hjálpað. Dettur engum í hug að redda þeim húsnæði og mat og einhverju og koma því í meðferð eða eitthvað ? Svona fólki á bara að henda í meðferð þó að það vilji það ekki. Það á einhver að hjálpa þessu fólki. Það þarf enginn að segja mér að það sé ekki hægt. Það er verið að styrkja einhver listasöfn og byggja einhver menningarhús og svo er þetta fólk látið búa á götunni. Þetta fólk kom sér kannski í þessa aðstöðu sjálft en samt á það skilið að vera hjálpað. Það hefur kannski átt við áfengisvandamál að stríða og safnað upp skuldum og misst fjölskylduna og húsnæði og endað á götunni. Það er eitt peningum í að byggja, eins og á Akureyri, risastóra skautahöll og það er eitt lið í bænum og held ég 3 á landinu og sennilega innan við hundrað manns sem stunda íshokkí eða skauta á Akureyri að einhverju viti og þetta hús kostaði held ég rúmlega 600 milljónir. Þið getið ímyndað ykkur hvað er hægt að gera fyrir það mikinn pening. Það er ömurlegt að horfa uppá þetta fólk og sjá að það er nánast ekkert gert fyrir það. Það er kannski erfitt að reyna að koma vitinu fyrir svona fólk enda hefur það flest gengið í gegnum markt í lífinu en auðvitað á að reyna að hjálpa þessu fólki. Ef það gengur ekki í fyrstu tilraun þá á að reyna aftur og betur. Það þýðir ekki að láta þetta fólk eiga sig. Það er ótrúlegt að á jafn fámennu landi og Ísland er að það séu til margir útigangsmenn og að ekkert sé gert fyrir þá. Einhverjir hafa einhver hús sem þeir geta farið í en það er ekki nóg. Það á að sleppa því að eyða peningum í að styrkja einhver helvítis listasöfn og þannig dót á meðan fólk býr á götunni. Það þarf enginn að segja mér að það séu ekki til peningar til að hjálpa þessu fólki. Það er alveg á hreinu !