Undanfarnir dagar hafa verið ansi athyglisverðir varðandi deiluna um Írak, Bandaríkjamenn virðast skíthræddir við að fara einir inn í Írak, Breska ríkistjórnin gæti fallið, Frakkar og Rússar standa fast á sínu “ Sem betur fer ” !!

Varðandi neitunarvald í Öryggisráðinu þá var því hent framan í Bandaríkjamenn að þegar Ísraelar skutu starfsmenn Sameinuðu þjóðana og sprengdu upp birgðaskemmu sem innihélt ekkert annað en matvæli fyrir sveltandi fólk, þá vildi SÞ gera ályktun sem fordæmdi þennan verknað og fordæmdi Ísraela líka, hvað gerist þá ?? Bandaríkjamenn beita neitunarvaldi !!!!!! Eins og ég hef áður sagt þá er Ísrael ekkert annað en Útvarðastöð USA í Miðausturlöndum.
Reyndar hefur USA nær undantekningarlaust beitt neitunarvaldi varðandi ályktanir gegn Ísrael, hvað segir það okkur ??

Ég sá athyglisverða frétt á CBS sjónvarpstöðinni snemma í morgum, þá var einhver þingmaður “ Senator Tom Brooks ”í USA að lýsa því yfir að hann hefði samþykkt að fara í stríð þrátt fyrir að sonur hans væri í fremstu víglínu, Fyrirsögnin var “ A heart of Courage ” Hjarta Hugrekkis.
HAHAHAHA ég gat ekki annað en hlegið, agalegt þykir mér að sonur manns sem samþykkir stríð skuli þá lenda í því stríði !! en bíddu eru ekki þegar 250 Þúsund hermenn núna að undirbúa sig fyrir stríð , Gera þessir menn sér ekki grein fyrir að þeir senda syni og dætur annara foreldra einnig í skotlínuna ????.
Eða er það líklegra að þeim sé bara nákvæmlega sama, svo framalega sem þeir lenda ekki í því að missa eigin fjölskyldumeðlim ??

Sameinuðu þjóðirnar hafa gefið út að ef Bandaríkjamenn fara einir í stríð án samþykkis SÞ þá eru þeir að brjóta gegn alþjóðasamþykktum SÞ, Sem bandaríkjamenn hafa sjálfir samþykkt og skrifað undir ??

Mörg lönd hafa sagt að fari USA í stíð án samþykkis SÞ þá muni þessar þjóðir ekki láta peninga af hendi til uppbyggingar í Írak eftir stríð.
Evrópusambandið gaf reyndar líka skýrar línur varðandi það.

Ég vildi bara benda á kaldar staðreyndir til þeirra sem aðhyllast stríð og vona að þeir hugsi sig aðeins um áður en þeir taka þá afstöðu að það er réttlætanlegt að drepa annað fólk sem hefur ekkert gert á þeirra hlut.