Sendi þetta óvart inn á kork, en fannst þetta betur eiga heima í grein, enda langt, og já, áhugavert vægast sagt.


Dálítið gömul frétt en áhugaverð…sem við misstum af hér á Íslandi, en á vel við umræðuna hér undanfarið og ástandið í heiminum.

Í júlí árið 2002 var hætt við sýningu um Eistein í Peking á vegum Ísraelsku sýningarhaldaranna. Samkvæmt talsmanni ríkisstjórnar Kína átti sýning um Albert Einstein ekki að vera leyfð nema með þeim fyrirvara að ekki yrði tekið fram að maðurinn hefði verið Gyðingur.

Leyst Ísraelsku sýningarhöldurunum eðlilega ekki vel á þessa “sögulegu endurskoðun” Kínverja, en orðið “Gyðingur” er orðið algjört bannorð í Kína. Var því hætt við sýninguna.

Kínverjar reyndu að afsaka sig með að “vilja ekki vekja reiði araba” þar sem “viðkvæmir” hlutir komu fram í sýningunni, eins og að Einstein hafi verið stuðningsmaður Ísraelsríkis og boðin staða forseta Ísraels í eina tíð af Ben-Gurion, en ekki hefði verið nóg að fjarlægja þessa hluti heldur mátti ekki minnast á að maðurinn Einstein hefði verið af Gyðingaættum! Hugsa sér?!
Rosalega eru arabarnir viðkvæmir fyrst það stefnir sem sagt sambandi Kína og Arabaheimsins í hættu að minnast á að Einstein hafi verið Gyðingur, þó öllu öðru væri sleppt, skv. talsmönnum Kínversku ríkisstjórnarinnar og þeirra “rökum”.

Minnir mann á þegar nazistarnir ætluðu að banna Einstein og allt tal um uppfinningar hans og bækur hans voru brenndar afþví hann var Gyðingur. Kína er aðeins mildara í þessu, og leyfir að tala um Einstein ef ekki sé minnst á að hann hafi verið Gyðingur innan landamæra Kína.

En auðvitað um sama hluta að ræða, enda Gyðingahatur farið vaxandi í Kína í áratugi, og virðist mjög lengi hafa verið til staðar þar. Kínverjar tala gjarnan um vonda Gyðinginn sem eins konar andstæðu hins góða Kínverja, og setningar eins og “Gyðingurinn er allt það sem Kínverjinn er ekki” hafa sést mikið á síðum blaðanna þar. Gyðingurinn á sem sagt að vera eins konar öfgafyllsta andstæða við Kínverjan sem til er, skv. Kínverskum Gyðingahöturum.

Ég skil óneitanlega þá sem voru ekki hrifnir af komu Kínaforseta hingað til Íslands. Þvílíkt frelsi í Kína?

Nú á víst að fara að hlera alla tölvunotkun þar, loka fullt af síðum, and-Kínverskur áróður verður bannaður, og sömuleiðis líklega sögulega réttar upplýsingar sem Kínverjum líkar ekki svo sem að Einstein hafi verið Gyðingur? Eða hvað? Hversu langt ætla Kínverjar að ganga í að mata þjóð sína á “réttum” upplýsingum, og halda réttum, en “hættulegum” upplýsingum frá þeim? Er þetta bara byrjunin? Þið gætuð líklega ekki verið á þessum vef að lesa þetta núna ef þið væruð í Kína og margar slóðið sem fjalla um málið frá hlið sem kemur Kínverjum ekki vel, svo og önnur mál frá slíkri hlið, verða lokaðar.


Sorglegt hvað þessi merkilega þjóð hefur fallið, og varla verður hátt menntunarstig þarna í framtíðinni, fyrst sýning um Einstein má ekki einu sinni minnast á uppruna hans!
En menntaður maður sem veit ekkert um Einstein! Kínverjar eru að falla, það er ekki spurning. Heimurinn ætti ekki að leyfa þessa skoðanakúgun og undarlegu sögu endurskoðun. Afhverju eru þeir raunverulega að þessu?

Þess má geta að nær engir Gyðingar hafa verið í Kína og þeir Kínverjar sem í dag eru að hatast út í Gyðinga, sem maður spyr sig hvort ríkisstjórnin hafi líka verið að “taka tillit til” hafa nær undantekningarlaust aldrei Gyðing hitt og vita takmarkað um landið.

Sýningin hefði fjallað um Einstein sem “þýskan vísindamann” þá, hefði hún verið samkvæmt endurskoðaðri hugmynd Kínversku ríkisstjórnarinnar. Mikið hefði Einstein verið ánægður með það! Þvílík virðing fyrir manninum!


Heimildir:

Man ekki hvar ég sá þetta fyrst, en hægt að finna á hundrað stöðum á netinu, hefði getað talið margt fleira og áhugaverðara upp en nota bara fyrstu linkana sem komu upp, New York Times og eitthvað (leitið sjálf ef þetta er ekki nógu gott):
Leitarorð t.d: China Israel Einstein


http://www.cbsnews.com/stories/2002/07/30 /world/main516865.shtml

http://www.telegraph.co.uk/n ews/main.jhtml?xml=/news/2002/07/31/wein31.xml

Ne York Times : http://query.nytimes.com/gst/abstract.html?res=F60813FA 3E5F0C778CDDA10894DA404482

Hélt að einhverjum kynni að finnast þetta áhugavert, sérstaklega kannski þeim sem voru að mótmæla þessu með Falun Gong og allt það.
Það eru sko ekki bara hvítir rasistar í heiminum.

PS: Farið nú varlega í svörum ykkar við þessum korki ef þið hafið eitthvað til málanna að leggja, Kínverska ríkisstjórnin hefur jú þegar marga syndsamlega líkamsæfingariðkendur frá Íslandi á dularfullum listum sínum, var mér sagt, og kannski njósanarnir sjái svörin ykkar!



ThuleSól