Augu heimsins beindust að Utanríkissráðherra Bandaríkjanna Colin Powell á miðvikudaginn og hvað hann hafði að segja fyrir framan öryggisráð Sameinuðu þjóðanna. En það sem skipti meira máli var það sem hann sagði ekki.

Það sem skipti mestu máli var eitt orð sem flaut ekki einu sinni af vörum Powells og það er: olía. Stærsti hluti heimsins vantrúaður á ástæður stríðs vita það vel að hvergi í stjórn Bandaríkjanna má minnast á olíu og ef olía væri ekki í Írak væru Bandaríkjamenn ekki á leið í stríð.

Bandaríkjamenn vilja ekki ræða um það opinberlega hvað verður um olíuna eftir stríð gerir það að verkum að heimurinn verður frekar vantrúaður um ástæður þessa stríðs. Sérrstaklega eru ásakanir um gereyðingarvopn, tengsl Íraks við hryðjuverkahópa og mannréttindabrot hlægilegar. Mannréttindabrot hafa vissulega verið framin í Írak en verstu brotin sem Saddam framdi var þegar hann var á launaskrá CIA. Og eftir Peraflóastríðið þegar hann þurrkaði út þúsundir Kúrda var gert með samþykki Bandalagsins vegna þess að þeir óttuðust óstöðugleika á svæðinu. Powell spurði í gær: “Hvers vegna eigum við að leyfa Írökum að njóta vafans?” En það sem virðist gleymast er að þessi spurning gæti vafalaust verið beint til Bandaríkjanna. Hvernig eigum við sem fríþenkjandi manneskjur að leyfa Bandaríkjunum að njóta vafans? Ekki er þeirra fortíð fögur, eyðilegging landa í Suður og Mið-Ameíku. Gjörsamleg eyðilegging á Haítí, Nicaragua, El Salvador, Panama og núna síðast Afganistan til að nefna nokkur dæmi.

Ef tekið er mið af því hversu þróuð tækni Bandaríkjamenn ráða yfir er það eiginlega hlægilegt hversu lélegar sannanir Powell sýndi fyrir öryggisráðinu og umheiminum. Þó (og þetta er eitt stórt þó) að allt sem Powell sýndi væri satt þýðir það þrátt fyrir allt enga ástæðu til þess að hefja stríð einugis góða ástæðu til þess að færa vopnaeftirlitsmönnunum gögnin og leyfa þeim að vinna úr þeim.

Hver var raunveruleg ástæða þessarar áróðursherferðar Powells? Líklega til þess að sannfær Bandarísku þegnana, ríksstjórnin gerir sér fyllilega grein fyrir því að fólkið í landinu sem er á móti stríði er sífellt að aukast. Auk þess er fólk í löndum eins og Frakklandi og Tyrklandi að snúast gegn stríðinu og gæti þessi fundur verið til þess að sannfæra fólkið þar.

Powell óviljugur sýndi kort af stöðum þar sem flaugar Íraka gætu náð. Innan þessa svæðis (fyrir utan Ísrael en þeir vilja stríð til þess að auka völdin á svæðinu handa sér) eru mikill meirihluti þegnanna sem eru gegn stríði. Góð áróðurstaktík. En hægt er að spyrja sig ef að lönd eins og Kúveit og Íran eru ekki hræddir við Íraka af hverju eru Bandaríkjamenn svona hræddir?

Powell áréttaði að Írakar hefðu það á stefnuskránni “að ljúga og hylja” og væri stjórn Husseins fyllilega fær um slíkt. Og sýna Írakar “disturbing pattern of bahvior”.En heimurinn lítur með sömu augum til Bandaríkjanna.

Til dæmis má nefna að það eru Bandaríkjamenn sem hafa komið í veg fyrir tilraunir landa til afvopnunar. Í apríl 2002 var Jose Bastuani sem er director-general of the Organization for the Prohibition of Chemical Weapons að setja upp áætlun sem Bandaríkjamönnum fannst að gæti komið í veg fyrir stríðsáætlanir þeirra. Hann var að reyna að hefja leit að efna og sýklavopnum og komu þeir í veg fyrir það. Harla góð meðmæli fyrir þjóð sem segist vera “boðberi friðar og frelsis í heiminum”.

Gereyðingarvopn í Írak og allsstaðar um miðausturlöndin er ágætis yfirhylming yfir raunverulegum ástæðum þessa stríðs og fín ástæða til þess að hefja stríð. En þetta er einungis yfirhylming fyrir raunverulegu ástæðunni: olía.

Það mælir enginn með því að Bandaríkin taki yfir olíunni í Írak heldur vilja þeir einugis stjórna flæði olíunnar og hagnaðinum sem hlýst af því. Leppríki á þessu svæði gæti verið ágætis valdastoð og gæti ýtt út Sádi Arabíu sem stórum leikmanni í OPEC. Olíulindirnar í Írak eru þær næst stærstu í heiminum og það sem gerir þær sérstaklega eftirsóttar eru lágur kostnaður við boranir og góð gæði. Yfirráð Bandaríkjanna yfir þessum olíulindum eru áhugaverðar fyrir þá vegna stjórnunar yfir stórum hluta ólíu heimsins og af því hlýst stjórn á fjármálamörkuðum heimsins.

Bandaríkskastjórnin hefur þegar virt alþjóðalög að vetttugi og hafa lýst yfir því að þeir fari í stríð með samþykki öryggisráðsins eða án þess. Þess vegna var allt tal um hvort Powell myndi sýna fram á “rjúkandi byssu” óþarfi vegna þess að þjóðin með stærstu byssurnar þarf ekki rjúkandi byssu ekki einu sinni kalda byssu til þess að draga heiminn í stríðið með sér.
——————–