Heimurinn í dag er rosalegur. Allir keppast um að fordæma Christinu Aguileru fyrir nýjasta myndband sitt, við lagið “Dirty”, á meðan diskarnir seljast eins og heitar lummur og margir (sérstaklega kk;) keppast um að downloada myndbandinu eða biðja um það á PoppTíví.
Sem getur ekki sagt manni annað en að þetta sé það sem heimurinn vill. Eða hvað ? Er fólki nútímans e.t.v bara sagt að kaupa tiltekna tónlist..og það kaupir hana ?

Heimurinn í dag er rosalegur. Það er nóg að nógu frægt fólk segi að eitthvað sé töff, og *Púff* eins og töfrasprota væri veifað kemst það í tísku.
Rapparar eiga annað hvort að vera svartir, með fullt af nöktum, svörtum konum í vídeóunum sínum, eða hvítir náungar, sem eru rosalega fúlir yfir því að vera ekki svartir, en leggja mesta áherslu á það að vera hvítir (Eminem, anyone?)Svo eru hinir íslensku rapparar sér dæmi, með meira frjálsræði í tónlist og klæðaburði enda stefna ekki margir þeirra á heimsfrægð (held ég;).
Poppstelpurnar eiga að vera naktar. Það er nógu mikið skilyrði að hafa grannt mitti og stóran barm, þora að klæðast engu (Holly Valance) eða litlu sem engu (Christina&Britney). Það að kunna að syngja er aukaatriði, en getur hjálpað.
Poppstrákarnir eiga að vera annað hvort 4 eða 5 saman í hljómsveit, eða þá fyrrverandi meðlimir frægrar hljómsveitar sem eru að reyna fyrir sér sóló. Þeir eiga helst að klæða sig eins og konur og syngja eins og konur (Justin/Justina Timberlake;). Tónlistin er annað mál, og virðist sem minnst áhersla sé lögð á tónlistina í poppbransanum.
Svo er það rokkið. Allir “öðruvísi” “þora að mótmæla” “screw the system”.
Fólk virðist blint á að þetta “tónlistar”fólk er alveg jafn manufactured (búið til) og hinar mestu poppprinsessur ! Einfaldlega gert til að höfða til annars markaðshóps. Kröfurnar í þessum bransa eru þó tónlistarlegs eðlis einnig, að geta spilað á hljóðfæri er must.

Heimurinn í dag er rosalegur. Fólk virðist kaupa það sem er til boða, einfaldlega vegna þess að það er þarna. Tónlistarhæfileikar eru liðin tíð, fólk verður ekki frægt hafi það ekki útlitið með sér. Þá meina ég ekki endilega fegurð, heldur útlit sem höfðar til þess markaðshóps sem reynt er að blekkja.
Og því miður get ég bara sagt, að það takist allt of oft.

Ég vil taka fram að ég er einmitt í miðjum þessum hóp aldurslega séð (15 ára, verða 16), og að þessi grein er frekar sett fram í gamni en alvöru, a.m.k lýsingar á þverrtum hæfileikum tónlistarfólks í dag.

Kær kveðja,
Eyrún