Landsmenn góðir

Nú fyrir helgi setti okkar blessaða og vesæla ríkistjórn mörkin til að vinna eftir þegar okkar aumu verkalýðsfélög ætla að semja fyrir okkur í næsta samningaleikriti.
Hvernig í ósköpunum getum við látið það viðgangast að á meðan aumur almúginn þrælar og púar rétt til að eiga fyrir kveldmatnum fyrir næstu viku, þá með þeim formerkjum að fresta einum reikningi þangað til seinna eða þá bara þangað til lögfræðinga mafian læsir klónum í veskið okkar.

Á Íslandi er viðloðandi kjarkleysi þegar kemur að því að mótmæla ráðamönnum landsins, ætlum við að láta taka okkur í ra##gatið endalaust??

Eftir síðustu kosningar létu ráðamenn hækka laun sín verulega strax daginn eftir kosningar, úpps sögðu þeir og þóttust ekkert vita að þetta stæði til. Nú síðan hækka þeir laun sem víst á að vera samkvæmt launaskriði almennra verkamanna ????? hefur einhver fengið 7% launahækkun nýlega ?? ef svo er þá látið mig vita svo ég geti farið og skipt um starf, mig langar samt ekki til að vera forseti því hann fékk bara 3% ofan á miljónirnar ( Greyið )

Eins og faðir minn segir verður alltaf bylting þar sem skipting fjármagns verður 30%/70% það er að segja ríkir eiga 70% peninga landsins og fátækir 30%, hvenær verður bylting á íslandi ??
Helst strax í gær segi ég því ástandið er orðið vægast sagt hræðilegt hérna á klakanum.
Við erum gersamlega í heljarklóm ríkisvaldsins, skattar hærri en alls staðar annarstaðar, matvælaverð hærra en annarstaðar, vextir í heimsklassa, og hvaða land sem er dreymir um að geta sett slíka okurvexti á landan svo ríkir geti orðið ríkari, en bara málið er að þá verður BYLTING og ríkir verða gerðir fátækir svo ekki gengur það upp.

Við verðum að standa vörð um velferð okkar og þar sem hvorki verkalýðsfélög né núverandi ríkisstjórn ætla að skapa almennilegt kerfi þar sem allir standa jöfnum fæti skulum við gera annað.
Tvennt er það sem við getum gert, annað hvort látið Davíð og hans einkavini hirða peningana sem við eigum eða kosið rétt í kosningum sem fara í hönd. ( SAMFYLKING ) er besti kosturinn
JA EÐA BARA GERA BYLTINGU sem virðist virka í öðrum löndum…….

Kveðja Geiriv