Þau sjálfsögðu réttindi barna að fá að hitta foreldra sína báða eru því miður ekki virt hér á landi, og ef til dæmis faðir afhendir móður forræði við skilnað, þá virðist móðirin geta ráðstafað hagsmunum barns nær að vild, án þess að faðir fái þar rönd við reist, jafnvel farið illa með barn sitt og komist upp með það með aðstoð yfirvalda og lögfræðinga svo furðulegt svo sem það nú er.

Fyrir skömmu kom faðir barns fram í útvarpi Bylgjunnar og sagði sögu sína þess efnis að hvoru tveggja Barnaverndaryfirvöld og skóli barns hefðu að fyrra bragði haft samband við þann hinn sama vegna vanlíðunar barns hans og sá hinn sami beðinn um að taka barnið til sín tímabundið en þannig er mál með vexti að ég er fyrrverandi sambýliskona þessa manns og er sú sem tók á móti barninu á þessum tima, þar sem mjög alvarlegt atvik hafði komið upp varðandi barnið, þá.

Eðlilega var maðurinn ekki tilbúinn til þess að láta barnið af hendi til móðurinnar eftir að hafa tekið við barninu í slíkum aðstæðum en hvað þá ..

Konan fær lögfræðing til starfa með gjafsókn á kostnað skattborgara til verndar sínum hagsmunum, og yfirvöld öll brugðust við með hótunum um Víkingasveitina til þess að taka barnið af manninum um leið og lögfræðingurinn kom til starfa en fjöldi lögreglumanna er birtist við heimili mannsins með lögfræðingnum að barninu ásjáandi er aftur orsakaði taugaáfall barnsins sem ekki vildi fara til móður sinnar þá, og var vottað af lækni sem maðurinn leitaði til eftir atvik þetta.

Barnaverndaryfirvöld funduðu og tóku ákvarðanir um að barnið skyldi vistað hjá þriðja aðila í sumar, þar sem faðir átti samskipti við þann aðila allan tímann.

Að lokinni þeirri vistun er til skólagöngu kom að nýju var móðurinni afhent barnið en faðir meinuð umgengni algjörlega, án inngrips aðila, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir, og faðir því knúinn til þess að höfða forræðismál til þess að fá umgengni við barn sitt.

Móðirin hefur nú tekið einhliða ákvörðun um að fara til útlanda með barnið ( er af erlendu bergi brotin ) með nokkurra mánaða fríi barnsins úr skóla. ( faðir telur hana ef til vill ekki munu koma aftur til baka )

Barninu er meinað að hitta föður sinn áður en hún fer með tilstyrk yfirvalda allra að virðist, því enginn þykist geta gert neitt, þótt eðli máls samkvæmt sé þar um að ræða sjálfsögð og eðlileg mannréttindi barns sem á bæði föður og móður og ber ást og umhyggju til beggja.

Því miður finnst mér ákvarðanaleysi yfirvalda í máli þessu einkennast af hræðslu til þess að taka ákvarðanir í málefnum er varða innflytjendur en móðir barnsins er af erlendu bergi brotin, með ólíkar áherslur í uppeldisaðferðum gagnvart börnum, sökum þess að slíkt þekkist í hennar menningarumhverfi þótt sú hin sama hafi ef til vill ekki áttað sig á því að barnið beri sig saman við önnur börn hér á landi í þessu efni og vilji frekar vera hjá föður sem ekki beitir hana líkamlegum refsingum.

Ákvarðanaleysið bitnar á barninu og föður þess sem ekki hefur gerst sekur um vanrækslu gangvart barni sínu eða framfærslu þess með nokkru móti, heldur þvert á móti leitað allra leiða til þess
að sinna sínu hlutverki sem faðir og takast á við að taka við barni sínu úr höndum barnaverndaryfirvalda er hentaði þeim hinum sömu.

Faglega ákvarðanatöku er því ekki hægt að tala um því miður þrátt fyrir aðkomu ALLRA þeirra aðila er gefa sig út fyrir að sinna barnavernd hér á landi því barninu er meinað að fá að hitta föður sinn áður en barnið sem hann elskar og virðir eðlilega, fer í ferðalag í aðra heimsálfu , fyrirhugað af hálfu móðurinnar með vitund barnaverndaraðila að málinu.

Er þetta er sú virðing sem við ætlum að bjóða börnum sem ekki hafa neitt um það að segja að foreldrar þeirra séu af ólíkum menningaruppruna en fæðast sem íslenskir ríkisborgarar ?

Eiga þau að gjalda þess að foreldrar þeirra séu af ólíku bergi brotin, og bera skarðan hlut frá borði í samskiptum vegna þess með tilstyrk yfirvalda vegna skorts á faglegum ákvörðunum ellegar samhæfingar óskilvirks kerfis sem veit ekki eftir hvaða stefnu skal dansa ?

Flokka barnaverndaryfirvöld hagsmuni þessara barna minni en barna sem eiga bæði föður og móður fædd sem íslenska rikisborgara ?

Réttur barnsins er ekki virtur svo mikið er víst, burtséð frá deilum foreldra hvers konar og mér svíður það mjög að íslenska ríkið skuli kosta gjafsókn lögræðings til þess að brjóta á hagsmunum barnsins, sem ég álit til ævarandi skammar fyrir alla þá fagaðila er komið hafa að máli þessu, fyrr og síðar, þar sem stefnuleysi í málefnum innflytjenda og hræðsla við það að axla faglega ábyrgð ákvarðanatöku með hagsmuni barnsins er ekki fyrir hendi og barn innan við fermingu má taka því að vera svipt umgengni við annað sitt foreldri sem það elskar og dáir, hvað
lengi veit enginn…

Finnst ykkur þetta í lagi ?


með góðri kveðju.
gmaria.