Það er sagt frá því á mbl.is að lögreglan hafi stoppað alla þá sem áttu leið um Kringlumýrarbraut í átt að Reykjavík og það hafi myndast mikil umferðarsulta!

Ég bara spyr hvað er lögreglan að íhuga? Þetta eru ótrúlegar aðfarir.
Í fyrsta lagi að vera með áreiti að ástæðulausu, stoppandi ökumenn án nokkurs tilefnis,
í öðru lagi að mynda þarna viljandi umferðaröngþveiti og
í þriðja lagi þá mætti halda að þarna sé fyrsta skrefið í áttina að því að lögreglan í Reykjavík setji upp varðhlið á landamærum borgarinnar!

Þetta minnir mig reyndar á það þegar ég var að leita að kettinum mínum í götunum umhverfis banaríska sendiráðið. Ég fékk hringingu frá starfsmanni sendiráðsins, talaði við þann starfsmann á staðnum, gekk um göturnar þarna í kring og það endaði með því að lögreglumenn með talstöðvar voru að sniglast fyrir aftan mig og ég var eltur hálfan bæinn áður en ég var stoppaður og yfirheyrður! :)

Þetta er vísir að lögregluríki!