Fangelsin

Ég verða að segja að ég er eiginlega orðin algerlega afhuga því að fangelsi séu þjóðhagslega hagkvæm á neinn hátt.

Ég vill láta leggja niður fangelsin.

Ég held að flestir séu sammála að fangelsin eru lítil betrunarhús og jafnvel þótt tilgagnurinn hafi einhvern tíman verið sá, þá er hann fyrir margtlöngu snúist upp í andhverfu sína.
Þannig fangelsin hafa aðeins þrjú hlutverk: 1. að vera geymsla, 2. að vera grýla, 3. Að vera refsing

Sem geymslur þjóna fangelsin að vísu hlutverki sínu prýðilega; við viljum nú fæst hafa morðingja og nauðgara gangandi hér um göturnar okkur öllum til mæðu. Og einhvers staðar verða vondir að vera og ef ekki þá búum við bara til stað handa þeim. En það hefur nú sýnt sig að það þýðir lítið að stinga hlutunum undir kodda. Einn dagin mun þetta fólk koma út aftur og ekki blíðari á mannin en fyrr, það er eitt sem er fyrir víst.

Því fangelsin eru kannski ekki beinlínis holl fyrir mannsandan, stundum hafa menn jafnvel tekið svo stór upp í sig og kallað þessar stofnanir, uppeldisstofnanir fyrir verðandi stórglæpamenn. Svona félagsmiðstöð þar sem fólk sem fremur glæpi geta hitt annað fólk sem fremur glæpi og síðan geta þau drukkið saman te og rætt um hvernig þau geta framið enn stærri glæpi. Eða eitthvað svoleiðis. Um daginn var gerð könnun hjá finnum sem voru í djúpum skít eftir að hafa verið að vesenast eitthvað fyrir rússensku mafíuna og þeir spurðir hvað hafi ollið því að þeir og mafían hafi leitt saman hesta sína? Nú, jú þeir höfðu verið fangelsis félagar einhverra rússa sem hafði lofað þeim gulli og grænum skógum er fangelsisvistinni lyki.

S.s. ekki góð geymsla, allsekki.

Annað var grýlan. Fangelsin eru alveg fyrirtaks grýlur, það fremur engin glæp ef hann á í hættu að fara í fangelsi, og maður ný komin úr fangelsi fýsir vart að fara í fangelsið aftur… eða hvað? Skyldi fólk sem lendir í fangelsi hafa eitthvað verið að hugsa um fangelsi dagin út og dagin inn áður en þau náðust. Aldeilis ekki held ég, ég held að fólk sem er það siðferðisbrenglað að það getur ekki haldð sameiginleg lög landa sinna og haldið sjálfum sér þannig fyrir utan múranna er einmitt svo siðferðisbrenglað að því er yfirleitt nokk saman um fangelsi.
En það er ekki þetta fólk sem skiptir máli í þessu samhengi heldur frekar fólkið sem er EKKI í fangelsi, hvað er það sem heldur því fyrir utan rimlanna?
Litla rýmið á Litla-Hrauni?, vondur matur á Kvígabryggju?, nei, það er náttúrulega hugsanleg frelsissvipting í kjölfar lögbrots.

S.s. fangelsin í sjálfu sér eru ekki sérlega góð grýla heldur öllu freka hugmyndin á bakvið þau. Það gerir fangelsin ekkert að betri stofnunum fyrir vikið.

Og svo er það refsingin! aðalmálið. Hver skyldi hugmyndafræðin vera á bakvið hana? Það viðgengst hér á Íslandi að læsa fólk í klefum um leið og lögbrot er orðið það alvarlegt að ekki eru lengur hægt að borga sig úr klandrinu. Hvað er málið með það? Hver hefur leyfi til þess að svipta annarri manneskju grundavallar mannréttindum hennar; frelsinu? Ákvörðun um sviptingu frelsi getur engin tekið nema manneskjan sjálf sem verður fyrir því. Og það gera afbrotamenn: Um leið og þeir virða ekki lengur lög samfélagsins og reglur þá er það sameignleglegur réttur annara meðlima samfélagsins að geta vísað lögbrjótnum úr samfélaginu, hann fyrirgerir sem sagt rétti sínum til þess að tilheyra ríkinu lengur. Og hann er sendur í útlegð. En það sem það er víst ekki lengur til í nútíma þjóðfélagi sá blettur sem ekki tilheyrir einhverju samfélagí, býr samfélagi til litla bletti, yfirleitt klefa með lás, þar sem brotaaðila er komið fyrir og meinað að fara yfir landamærin þar til refsing hans firrist.

Refsingar á Íslandi er sem sagt útlegð.
En hvað veldur glæpnum? Er í lagi með fólk sem brýtur viljandi fyrirfram ákveðin lög samfélagsins? Að athuguðu máli býst ég sterklega við að flestir myndu segja nei. Nei, það er ekki allt í lagi með slíkt fólk. Hver og einn hefur sínar ástæður, munum að allar manneskjur fæðast sem hvítt blað: engin fæðist vondur. Ef ég horfi á hlutina frá þessu sjónarhorni þá… sveim mér þá getur maður meira að segja fengið samúð með hinum versta raðmorðingja. Það er til dæmis sannað að flestir barnanauðgara voru sjálfir misnotaðir í æsku… og börni sem þeir misnota eru ekki ólíkleg til þess að gera slíkt hið sama þegar þau verða fullorðin.

ÞAð á hjálpa fólk, það þýðir ekki sífellt að setja það í geymslu, undir kodda, vandamálið hverfur ekki!

Svo lengi sem við reynum ekki að uppræta vandan verður hann alltaf til, keðjan verður sífellt lengri.

Þetta er hinn raunverulega ERFÐASYND.

Það er virkilega dónalegt að koma alltaf með allskonar nöldur en aldrei tillögu að úrbótum. Það er erfitt að finna lausn en ég myndi giska á að í stað “geymslu”stofnanna fyrir menn sem brjóta lögin væri betri hugmynd einhverskonar “sjúkra”stofanir fyrir fólk sem veit ekki betur, eða ætti að vita betur.

nologo
…hefur ekkert að fela