Hvað finnst ykkur?

Mér finnst persónulega að D&B sé orðið svo ofboðslega staðnað að það jaðri við að vera hreinlega leiðinlegt.

Ég er sjálfur sekur um að gera staðnað d&b,kannski er maður ekki að heyra rétta stuffið.

Ég hef reyndar aldrei hlustað neitt svo ofboðslega mikið á d&b þ.e.a.s ég þekki ekkert þessi nöfn í bransanum.

En ég hef tekið eftir því að þegar þessari spurningu er varpað fram að þá fara menn að reyna að finna einver örfá nöfn sem eru ennþá ferskir,og þá kannski afþví að þeir eru að gera eitthvað rosalega kreatíft eins og að skipta um sánd á bassalínunni!

Ég hef bara fundið það undanfarið að ég er ekki að fíla d&B eins og ég gerði og ég á núna u.þ.b 5-6 ókláruð d&B lög og ég dett einfaldlega ekki í gír til að klára þau.

Hvað er málið, er d&b orðið fullorðið ? búið að eignast börn, kaupa sér hús, farið að spila golf og reykja pípu?

Mér þætti verulega vænt um það ef einhver gæti jafnvel bent mér á eitthvað ferskt, eitthvað annað en þetta fomúlukennda dansD&B.

Einhver?
<br><br>heckle&jive