Ég hef nú ákveðið að loks tölvuvæðast og fara að taka upp tónlist mína. Nú hef littla sem enga reynslu af þessu öllu en ætla að festa kaup á tölvu og hella mér bara beint í þetta.

Nú spila ég sjálfur á Píano og á Roland RD-100 hljómborð sem ég hyggst tengja við tölvuna með þá einhverskonar midi man. Tölvan sem ég hef í sigtinu er af Dell ættstofni og fæ ég hana á sama og ekkert.

Dimension 8400 3.2 P4, 1 Gb vinnsluminni, 250 gb HD, 128 mb pci express Ati Radeon, Soundblaster Audigy 2. Þennan pakka fæ ég á um 70.þús.

En ég spyr er þetta nógu gott hljóðkort, og ef mig langar að taka upp gítar eða eitthvað þvíum líkt hvað er best fyrir mig að gera, hvaða búnað þyrfti ég ?