Audiogalaxy dó ..

en hvað kom í staðinn?

Þeir tónlistarunnendur sem notuðu skiptidílaforritið Audiogalaxy fyrir ekki svo löngu síðan ráku upp stór augu þegar ljóst var að þetta sívinsæla forrit væri ekki notkunarhæft lengur.

Það sem mér datt í hug var að kanna hérna á raftónlist, hvaða forrit þið notendur hafa tekið upp í staðinn og hve góð eru þau miðað við fyrri gerðir ?

Spurning hvort þið kæruð vinir gætuð ekki plöggað hérna undir þessari grein, stjörnugjöf á þann hugbúnað sem þið notið mest í að deila ástríðunni ykkar á tónlist eða jafnvel sniðugar heimasíður sem vert er að skoða.

enginn fyrirvari um stafsetningarvillur
- draugzinn