Það verður svakaleg dansveisla að hætti Techno.is laugardaginn 13.júni næstkomandi en þá mætast tveir af sætustu plötusnúðum Techno.is á einum flottari skemmtistöðum landsins, 800 bar á Selfossi.
Kapparnir héldu uppi argandi stemmningu í apríl mánuði fyrr á árinu og þrátt fyrir bilun í hljóðkerfi hússins þá gekk allt eftir óskum og kerfið lagaðist. Það verður að sjálfsögðu bætt úr þvi þetta kvöldið með enn betra hljoðkerfi og ljósakerfi.
Upphitun verður í útvarpsþættinum Techno.is fimmtudaginn 11.júni og gefin verða nöfn á gestalista.